Óvæntur liðsauki? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 15:00 Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum. Blessunarlega, en í því felst ákveðin samstaða og nokkuð víðtækur stuðningur. Kvótakerfið, sem byggir á sjálfbærni og vísindalegri ráðgjöf, er að mestu leyti öflugt og gott í eðli sínu. Veiðarnar eru arðbærar og verðmætasköpun sjávarútvegs, allt frá veiðum til vinnslu og sölu sjávarafurða, hefur aukist verulega. Sú hagkvæmni er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það sem hins vegar hefur grafið undan kerfinu og trausti almennings til þess, er að ítrekað hefur verið staðið í vegi fyrir mikilvægum og löngu tímabærum breytingum sem varða almannahag. Gott dæmi um þetta er þegar þverpólitísk samstaða náðist í auðlindanefndinni árið 2000 um gjaldtöku annars vegar og tímabundnar veiðiheimildir hins vegar. Það var skynsöm tillaga og fól í sér grundvallarbreytingu sem átti að leiða til frekari sátta um fiskveiðistjórnunarkerfið. Tímabundin aflahlutdeild er í raun stærsta prinsipp atriðið varðandi stjórnun fiskveiða. Ótímabundnar heimildir tryggja ekki ævarandi eignarrétt útgerða en þær styrkja lagalega stöðu þeirra og annarra til að líta svo á. Á hinn bóginn er augljóst að tímabundnar heimildir fullnægja best skilyrðum um sameign þjóðarinnar og nauðsynlegan varanleika til að tryggja hagkvæmar veiðar. Í hvert sinn sem reynt hefur verið að ýta kerfinu í átt að fyrrgreindri niðurstöðu auðlindanefndar heyrast kunnugleg stef um að ekki megi hrófla við kerfinu. Varðstaðan hefur verið öflug. Ekki hefur mátt ræða tímabundna samninga, hvað þá að treysta markaðnum fyrir verðlagningu á veiðiheimildum. Fyrir vikið er lítill skilningur hjá almenningi þegar sjávarútvegsfyrirtæki vilja allt í einu fá milljarða í bætur frá ríkinu fyrir verðmætar veiðiheimildir en gera síðan lítið úr þeim sömu verðmætum þegar greiða á veiðigjöld í ríkissjóð. Skynsöm skref til aukins trausts Við í Viðreisn höfum lagt fram á þingi mál sem við teljum að séu brýn og til þess fallin að auka gegnsæi og skilning á mikilvægu gangverki sjávarútvegs. Leiðarljósin hafa verið skýrar, sanngjarnar reglur og arðbær sjávarútvegur. Það styrkir lífskjör almennings og samkeppnishæfni sjávarútvegs og er í takti við meginstef Viðreisnar um að almannahagsmunir framar sérhagsmunum stuðli að heilbrigðara atvinnulífi. Við höfum sett fram tillögur sem fela í sér tímabundna samninga eins og í makríl og mál er snerta eignarhald og skilgreiningu á tengdum aðilum. Ekki með því umbylta kerfinu heldur til að skerpa frekar á leikreglunum og auka traust á þessari mikilvægu atvinnugrein. Við höfum lagt áherslu á að tryggja sanngjarnt gjald fyrir veiðiheimildir, að ferlið í kringum verðlagningu afla valdi ekki tortryggni, eins og á milli sjómanna og útgerða og að pólitískar geðþóttaákvarðanir ráði ekki verðmati hverju sinni. Við höfum hins vegar mætt harðri andstöðu af hálfu stjórnarflokkanna þriggja og hagsmunasamtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eins og milli þeirra séu órofa bönd. Einhverra hluta vegna. Nýr og óvæntur tónn ríkisstjórnarinnar Þess vegna var áhugavert að hlusta á bæði Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktsson segja það afdráttarlaust í þinginu að krafa ákveðinna útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar upp á tíu milljarða hafi valdið þeim vonbrigðum. Bjarni benti réttilega á að fiskveiðistjórnunarkerfið sé ekki náttúrulögmál heldur mannana verk. Og ítrekaði jafnframt að breytingar á kerfinu væru leiddar til lykta á Alþingi. Þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að ráðherrarnir tveir hafi vitað af háum bótakröfum útgerðarfyrirtækjanna í meira en ár og upplýsingarnar verið dregnar út úr stjórnarráðinu með töngum þá er gott að skynja að þau séu farin að horfast í augu við veruleikann. Til að þessi nýi og óvænti tónn ríkisstjórnarinnar verði trúverðugur og ekki bara hjómið eitt, þarf að gera meira en að flytja eina ræðu og halda síðan áfram varðstöðunni um óbreytt kerfi. Nú liggur fyrir mat útgerðarfyrirtækjanna sjálfra á verðmæti veiðiheimilda á makríl. Þeirra eigið mat er upp á marga milljarða. Prófsteinn á hina raunverulega alvöru á bak við þessi orð ráðherranna er því hvort þau séu reiðubúin til að horfa á það mat útgerðarfyrirtækjanna sem eðlilegt viðmið við gjaldtöku. Tvennt kemur því til greina. Annað hvort voru þetta yfirlýsingar um að ríkisstjórnin þori loksins að hreyfa sig við verðmat á aflaheimildum og tryggi jafnframt skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, er taki til tímabundinna samninga. Eða að ráðherrarnir hafi einvörðungu verið að kaupa sér tíma til að slá á augljósa óánægju í samfélaginu vegna þessa máls, án þess að ætla sér að aðhafast nokkuð. Svona eitthvað til huggulegs heimabrúks. Hvort það verður, mun framtíðin einfaldlega að leiða í ljós. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum. Blessunarlega, en í því felst ákveðin samstaða og nokkuð víðtækur stuðningur. Kvótakerfið, sem byggir á sjálfbærni og vísindalegri ráðgjöf, er að mestu leyti öflugt og gott í eðli sínu. Veiðarnar eru arðbærar og verðmætasköpun sjávarútvegs, allt frá veiðum til vinnslu og sölu sjávarafurða, hefur aukist verulega. Sú hagkvæmni er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það sem hins vegar hefur grafið undan kerfinu og trausti almennings til þess, er að ítrekað hefur verið staðið í vegi fyrir mikilvægum og löngu tímabærum breytingum sem varða almannahag. Gott dæmi um þetta er þegar þverpólitísk samstaða náðist í auðlindanefndinni árið 2000 um gjaldtöku annars vegar og tímabundnar veiðiheimildir hins vegar. Það var skynsöm tillaga og fól í sér grundvallarbreytingu sem átti að leiða til frekari sátta um fiskveiðistjórnunarkerfið. Tímabundin aflahlutdeild er í raun stærsta prinsipp atriðið varðandi stjórnun fiskveiða. Ótímabundnar heimildir tryggja ekki ævarandi eignarrétt útgerða en þær styrkja lagalega stöðu þeirra og annarra til að líta svo á. Á hinn bóginn er augljóst að tímabundnar heimildir fullnægja best skilyrðum um sameign þjóðarinnar og nauðsynlegan varanleika til að tryggja hagkvæmar veiðar. Í hvert sinn sem reynt hefur verið að ýta kerfinu í átt að fyrrgreindri niðurstöðu auðlindanefndar heyrast kunnugleg stef um að ekki megi hrófla við kerfinu. Varðstaðan hefur verið öflug. Ekki hefur mátt ræða tímabundna samninga, hvað þá að treysta markaðnum fyrir verðlagningu á veiðiheimildum. Fyrir vikið er lítill skilningur hjá almenningi þegar sjávarútvegsfyrirtæki vilja allt í einu fá milljarða í bætur frá ríkinu fyrir verðmætar veiðiheimildir en gera síðan lítið úr þeim sömu verðmætum þegar greiða á veiðigjöld í ríkissjóð. Skynsöm skref til aukins trausts Við í Viðreisn höfum lagt fram á þingi mál sem við teljum að séu brýn og til þess fallin að auka gegnsæi og skilning á mikilvægu gangverki sjávarútvegs. Leiðarljósin hafa verið skýrar, sanngjarnar reglur og arðbær sjávarútvegur. Það styrkir lífskjör almennings og samkeppnishæfni sjávarútvegs og er í takti við meginstef Viðreisnar um að almannahagsmunir framar sérhagsmunum stuðli að heilbrigðara atvinnulífi. Við höfum sett fram tillögur sem fela í sér tímabundna samninga eins og í makríl og mál er snerta eignarhald og skilgreiningu á tengdum aðilum. Ekki með því umbylta kerfinu heldur til að skerpa frekar á leikreglunum og auka traust á þessari mikilvægu atvinnugrein. Við höfum lagt áherslu á að tryggja sanngjarnt gjald fyrir veiðiheimildir, að ferlið í kringum verðlagningu afla valdi ekki tortryggni, eins og á milli sjómanna og útgerða og að pólitískar geðþóttaákvarðanir ráði ekki verðmati hverju sinni. Við höfum hins vegar mætt harðri andstöðu af hálfu stjórnarflokkanna þriggja og hagsmunasamtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eins og milli þeirra séu órofa bönd. Einhverra hluta vegna. Nýr og óvæntur tónn ríkisstjórnarinnar Þess vegna var áhugavert að hlusta á bæði Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktsson segja það afdráttarlaust í þinginu að krafa ákveðinna útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar upp á tíu milljarða hafi valdið þeim vonbrigðum. Bjarni benti réttilega á að fiskveiðistjórnunarkerfið sé ekki náttúrulögmál heldur mannana verk. Og ítrekaði jafnframt að breytingar á kerfinu væru leiddar til lykta á Alþingi. Þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að ráðherrarnir tveir hafi vitað af háum bótakröfum útgerðarfyrirtækjanna í meira en ár og upplýsingarnar verið dregnar út úr stjórnarráðinu með töngum þá er gott að skynja að þau séu farin að horfast í augu við veruleikann. Til að þessi nýi og óvænti tónn ríkisstjórnarinnar verði trúverðugur og ekki bara hjómið eitt, þarf að gera meira en að flytja eina ræðu og halda síðan áfram varðstöðunni um óbreytt kerfi. Nú liggur fyrir mat útgerðarfyrirtækjanna sjálfra á verðmæti veiðiheimilda á makríl. Þeirra eigið mat er upp á marga milljarða. Prófsteinn á hina raunverulega alvöru á bak við þessi orð ráðherranna er því hvort þau séu reiðubúin til að horfa á það mat útgerðarfyrirtækjanna sem eðlilegt viðmið við gjaldtöku. Tvennt kemur því til greina. Annað hvort voru þetta yfirlýsingar um að ríkisstjórnin þori loksins að hreyfa sig við verðmat á aflaheimildum og tryggi jafnframt skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, er taki til tímabundinna samninga. Eða að ráðherrarnir hafi einvörðungu verið að kaupa sér tíma til að slá á augljósa óánægju í samfélaginu vegna þessa máls, án þess að ætla sér að aðhafast nokkuð. Svona eitthvað til huggulegs heimabrúks. Hvort það verður, mun framtíðin einfaldlega að leiða í ljós. Höfundur er formaður Viðreisnar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun