Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 23:00 Ingvar Jónsson, núverandi markvörður Víkings R., var magnaður í Póllandi gegn Lech Poznan sumarið 2014. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira