Pálmi segir markmið KR einfalt: „Það er alltaf stefnt á titil hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 19:00 Pálmi Rafn og Óskar Örn Hauksson fagna með Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan elliheimilið Grund síðasta haust. Mynd/Twitter-síða Pálma Rafns Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar
KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira