Frjálshyggjustefna í útlendingamálum Hans Margrétarson Hansen skrifar 9. mars 2020 11:00 Ég var einu sinni frjálshyggjumaður. Það byrjaði með ferð til kommúnistaríkisins Kína þar sem ég fékk að sjá heim sem ég vildi ekki búa í. Ég var bara 15 ára þá og ekki með alveg fullmótaðar skoðanir um stjórnmál, en á næstu árum sannfærðist ég um algildi einstaklingsfrelsis og ágæti kapítalismans. Ég las Ayn Rand og vonaði að Ron Paul myndi bjarga heiminum. Svo óx ég upp úr þessu. Ég fékk láglaunavinnu á leikskóla og gekk svo í háskóla þar sem ég var heilaþveginn af menningarmarxistum og þriðju bylgju femínistum. Þetta gerði mig að soja-latte-lepjandi vegan sósílistanum sem ég er í dag. En minn innri frjálshyggjumaður er samt ekki alveg horfinn. Hann er dálítið vanræktur þessa dagana; hann fær ekki oft að líta dagsins ljós og þá sjaldan sem ég hleypi honum út þá þarf hann samt að haga sér. En hann er þarna og þegar heyrist í honum, þá heyrist hátt. Ég er nefnilega ennþá þeirrar skoðunar að frelsi einstaklingsins sé ómetanlega dýrmætt og ég hata alla forræðishyggju og ríkisinngrip í líf fólks. Svo lengi sem það skaðar engan annan, þá ætti fólk að fá að gera hvað sem það vill, hvenær sem það vill, hvar sem það vill. Það eina sem hefur breyst er að ég er ekki lengur sannfærður um að það séu brot á þessu dýrmæta frelsi að láta ríkt fólk borga skatta og að vera með öflugt ríkisrekið velferðarkerfi. Þessi eftirköst minnar fyrrum frjálshyggju gera það að verkum að ég er stundum á öndverðum meiði við suma aðra íslenska vinstrimenn. Mér finnst til dæmis tilhugsunin um áfengi í matvöruverslanir bara svona ágæt og ég er alfarið á móti sykurskatti (enda bitnar hann mest á þeim tekjulægstu). En ég á samt litla samleið með íslenskum hægrimönnum, meintum málsvörum frjálshyggjunnar og frelsi einstaklingsins. Íslenskir hægrimenn eiga það til að vera með furðulega forgangsröðun í baráttu sinni fyrir frelsinu. Það er þeim mikið kappsmál að sjá til þess að við getum keypt og selt áfengi hvar og hvenær sem er, en þegar það kemur að mikilvægara frelsi; grunnréttindum einstaklingsins, þá er tilhneigingin frekar að sitja á hliðarlínunni eða jafnvel að vinna beint gegn þeim. Það er nefnilega ekki allt frelsi einstaklingsins jafn mikilvægt. Ég vil alveg líka að menn geti keypt sér hvítvín með humrinum á sunnudagskvöldum, en það er ekki þar sem einstaklingsfrelsi byrjar og endar. Mun mikilvægara er frelsi einstaklingsins til þess að segja það sem honum sýnist, trúa eins og honum sýnist, elska eins og honum sýnist, og búa þar sem honum sýnist. Þetta síðasta atriði virðist flækjast mikið fyrir mörgum hægrimönnum. Hindranir á frelsi fólks til að ferðast, flytja og setjast að á þeim stað sem það kýs sjálft er líklegast alvarlegasta og algengasta frelsisskerðing sem á sér stað á vesturlöndum í dag. Þetta er alvarleg frelsisskerðing sem takmarkar getu fólks til þess að lifa betra lífi og í verstu tilfellum kostar fólk lífið. Fólk eins og ég, hvítir íslendingar, finnur mjög lítið fyrir þessu vegna þess að þegar kemur að ferðafrelsi, þá er mismunað á grundvelli þjóðernis. Fólk frá Afríku og Asíu hefur minna ferðafrelsi heldur en fólk frá Evrópu. Þetta er mismunun og þessi mismunun er siðferðislega röng. Fyrir stuttu stóð til að vísa trans unglingi frá Íran úr landi. Eftir mikil mótmæli var þeirri brottvísun blessunarlega frestað. Nú stendur til að senda fjögur börn á flótta til Grikklands, þrátt fyrir aðstæður þar í landi, þrátt fyrir stefnu yfirvalda að senda börn á flótta ekki til Grikklands á grundvelli Dyflinarreglunnar og þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Rauða krossins um að það sé ekki öruggt að senda börn á flótta til Grikklands. Á undan þessum málum hafa verið óteljandi sambærileg mál og fleiri svipuð mál munu dúkka upp í framtíðinni. Þar að auki eru mál af þessu tagi mun fleiri heldur en almenningur fær að frétta af. Þessu verður að linna. Þessu verður að linna, einfaldlega vegna þess að Ísland ætti að vera frjálst samfélag og í frjálsu samfélagi skiptir ríkið sér ekki af því hvar fólk kýs að búa. Í frjálsu samfélagi er fólk ekki nauðugt sent úr landi fyrir þær einu sakir að hafa fæðst í vitlausu ríki. Martin Luther King sagði einu sinni að ógn við réttlæti einhvers staðar væri ógn við réttlæti alls staðar. Að sama skapi getum við sagt að ógn við frelsi eins sé ógn við frelsi allra og að á meðan fólk sem komið hefur hingað frá öðrum heimshornum, hvort sem við köllum þau innflytjendur, flóttamenn eða hælisleitendur, býr ekki við sama frelsi og við hin, þá er ekkert okkar raunverulega frjálst. Það er kominn tími til þess að stöðva brottvísanirnar og leggja niður Mekku forræðishyggjunnar, Útlendingastonfun. Það er kominn tími til að taka upp frjálshyggjustefnu í útlendingamálum, svo að einn daginn getum við vonandi setið öll við sama borð, óháð trú, litarhætti eða þjóðerni, á fallegu sunnudagskvöldi og drukkið saman hvítvín með humrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég var einu sinni frjálshyggjumaður. Það byrjaði með ferð til kommúnistaríkisins Kína þar sem ég fékk að sjá heim sem ég vildi ekki búa í. Ég var bara 15 ára þá og ekki með alveg fullmótaðar skoðanir um stjórnmál, en á næstu árum sannfærðist ég um algildi einstaklingsfrelsis og ágæti kapítalismans. Ég las Ayn Rand og vonaði að Ron Paul myndi bjarga heiminum. Svo óx ég upp úr þessu. Ég fékk láglaunavinnu á leikskóla og gekk svo í háskóla þar sem ég var heilaþveginn af menningarmarxistum og þriðju bylgju femínistum. Þetta gerði mig að soja-latte-lepjandi vegan sósílistanum sem ég er í dag. En minn innri frjálshyggjumaður er samt ekki alveg horfinn. Hann er dálítið vanræktur þessa dagana; hann fær ekki oft að líta dagsins ljós og þá sjaldan sem ég hleypi honum út þá þarf hann samt að haga sér. En hann er þarna og þegar heyrist í honum, þá heyrist hátt. Ég er nefnilega ennþá þeirrar skoðunar að frelsi einstaklingsins sé ómetanlega dýrmætt og ég hata alla forræðishyggju og ríkisinngrip í líf fólks. Svo lengi sem það skaðar engan annan, þá ætti fólk að fá að gera hvað sem það vill, hvenær sem það vill, hvar sem það vill. Það eina sem hefur breyst er að ég er ekki lengur sannfærður um að það séu brot á þessu dýrmæta frelsi að láta ríkt fólk borga skatta og að vera með öflugt ríkisrekið velferðarkerfi. Þessi eftirköst minnar fyrrum frjálshyggju gera það að verkum að ég er stundum á öndverðum meiði við suma aðra íslenska vinstrimenn. Mér finnst til dæmis tilhugsunin um áfengi í matvöruverslanir bara svona ágæt og ég er alfarið á móti sykurskatti (enda bitnar hann mest á þeim tekjulægstu). En ég á samt litla samleið með íslenskum hægrimönnum, meintum málsvörum frjálshyggjunnar og frelsi einstaklingsins. Íslenskir hægrimenn eiga það til að vera með furðulega forgangsröðun í baráttu sinni fyrir frelsinu. Það er þeim mikið kappsmál að sjá til þess að við getum keypt og selt áfengi hvar og hvenær sem er, en þegar það kemur að mikilvægara frelsi; grunnréttindum einstaklingsins, þá er tilhneigingin frekar að sitja á hliðarlínunni eða jafnvel að vinna beint gegn þeim. Það er nefnilega ekki allt frelsi einstaklingsins jafn mikilvægt. Ég vil alveg líka að menn geti keypt sér hvítvín með humrinum á sunnudagskvöldum, en það er ekki þar sem einstaklingsfrelsi byrjar og endar. Mun mikilvægara er frelsi einstaklingsins til þess að segja það sem honum sýnist, trúa eins og honum sýnist, elska eins og honum sýnist, og búa þar sem honum sýnist. Þetta síðasta atriði virðist flækjast mikið fyrir mörgum hægrimönnum. Hindranir á frelsi fólks til að ferðast, flytja og setjast að á þeim stað sem það kýs sjálft er líklegast alvarlegasta og algengasta frelsisskerðing sem á sér stað á vesturlöndum í dag. Þetta er alvarleg frelsisskerðing sem takmarkar getu fólks til þess að lifa betra lífi og í verstu tilfellum kostar fólk lífið. Fólk eins og ég, hvítir íslendingar, finnur mjög lítið fyrir þessu vegna þess að þegar kemur að ferðafrelsi, þá er mismunað á grundvelli þjóðernis. Fólk frá Afríku og Asíu hefur minna ferðafrelsi heldur en fólk frá Evrópu. Þetta er mismunun og þessi mismunun er siðferðislega röng. Fyrir stuttu stóð til að vísa trans unglingi frá Íran úr landi. Eftir mikil mótmæli var þeirri brottvísun blessunarlega frestað. Nú stendur til að senda fjögur börn á flótta til Grikklands, þrátt fyrir aðstæður þar í landi, þrátt fyrir stefnu yfirvalda að senda börn á flótta ekki til Grikklands á grundvelli Dyflinarreglunnar og þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Rauða krossins um að það sé ekki öruggt að senda börn á flótta til Grikklands. Á undan þessum málum hafa verið óteljandi sambærileg mál og fleiri svipuð mál munu dúkka upp í framtíðinni. Þar að auki eru mál af þessu tagi mun fleiri heldur en almenningur fær að frétta af. Þessu verður að linna. Þessu verður að linna, einfaldlega vegna þess að Ísland ætti að vera frjálst samfélag og í frjálsu samfélagi skiptir ríkið sér ekki af því hvar fólk kýs að búa. Í frjálsu samfélagi er fólk ekki nauðugt sent úr landi fyrir þær einu sakir að hafa fæðst í vitlausu ríki. Martin Luther King sagði einu sinni að ógn við réttlæti einhvers staðar væri ógn við réttlæti alls staðar. Að sama skapi getum við sagt að ógn við frelsi eins sé ógn við frelsi allra og að á meðan fólk sem komið hefur hingað frá öðrum heimshornum, hvort sem við köllum þau innflytjendur, flóttamenn eða hælisleitendur, býr ekki við sama frelsi og við hin, þá er ekkert okkar raunverulega frjálst. Það er kominn tími til þess að stöðva brottvísanirnar og leggja niður Mekku forræðishyggjunnar, Útlendingastonfun. Það er kominn tími til að taka upp frjálshyggjustefnu í útlendingamálum, svo að einn daginn getum við vonandi setið öll við sama borð, óháð trú, litarhætti eða þjóðerni, á fallegu sunnudagskvöldi og drukkið saman hvítvín með humrinum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun