Læra mjög hratt hvernig eigi að glíma við Kawasaki-líka sjúkdóminn í kjölfar „skrambans“ veirunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 11:32 Hinn Kawasaki-líki sjúkdómur er sjaldgæfur. Vísir/Vilhelm Læknar víða um heim fylgjast grannt með framgangi sjúkdóms sem svipar til Kawasaki-sjúkdómsins og læra mjög hratt hvernig best sé að bregðast við einkennum hans. Hinn sjaldgæfi Kawasaki-líki sjúkdómur hefur verið tengdur við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og virðist frekar herja á eldri börn en hinn hefðbundni Kawasaki-sjúkdómur. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknis á Barnaspítala Hringsins sem ræddi sjúkdóminn í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að hinn nýji sjúkdómur væri mjög svipaður Kawasaki-sjúkdóminum, en þó ekki alveg eins og, þó vafalítið væri um að ræða greinar af sama meiði. Hinn hefðbundni Kawasaki-sjúkdómur, sem er tiltölulega sjaldgæfur og afar fá tilfelli greinast hér á landi á ári hverju, veldur ýmsum einkennum í börnum. „Þau eru með háan hita, oft í marga daga, sem benda þá á bólgu en við finnum enga ástæðu, enga sýkil eða veiru sem er að sýkja þau. Síðan koma fram ýmis bólgueinkenni í líkamanum. Þau eru með eldrauð augu, þau fá bólgu í slímhúðir, eldrauða tungu og munn, þau fá útbrot á húð, þau fá eldrauða lófa og iljar og jafnvel húðflagnanir á tám og fingrum,“ sagði Ásgeir. Einnig fylgdi oft mikil eitlastækkun en möguleg áhrif á hjartað væri alvarlegasti fylgikvilli sjúkdómsins, sem greinist aðallega í börnum á aldursbilinu tveggja til þriggja ára. „Það sem er alvarlegast við Kawasaki-sjúkdóm er að þessi skrattakollur hann veldur bólgu í smáum slagæðum og þá ekki síst í kransæðunum. Hann getur valdið því að þar myndast kransæðagúlar og jafn vel valdið kransæðastíflum sem getur verið mjög alvarlegt og hættulegt. Fyrst þegar þessum sjúkdómi var lýst voru börn jafn vel að deyja út af honum út af þessum vandræðum í hjartanu,“ sagði Ásgeir. Herjar á eldri börn en Kawasaki-sjúkdómurinn Hinn Kawasaki-líki sjúkdómur sem fjallað hefur verið um í tengslum við Covid og „skrambans“ veiruna líkt og Ásgeir kallar hana, virðist frekar herja á eldri börn en hinn hefðbundni Kawasaki-sjúkdómur. „Það sem er umhugsunarefni er að þeir sem eru að fá Kawasaki í kjölfar Covid, þetta virðast vera eldri einstaklingar, meðalaldurinn hjá venjulegum Kawasaki er í kringum tvö til þrjú ár, þetta er svona sjö til átta ára sem er svolítið óvenjulegt. Þeir svara verr meðferð, þeir þurfa meiri bólguhamlandi meðferð eða ónæmisbælandi meðferð. Svo virðist sem að hann ráðist nokkuð meira á hjartað í þessum krökkum. Því miður hafa börn dáið úr þessum sjúkdómi þó að það sé alls ekki algengt og ekki á Íslandi. Það hefur þá verið vegna mikilla áhrifa á hjartað,“ sagði Ásgeir en nánar má fræðast um hinn Kawasaki-líka sjúkdóm í grein sem birtist á Vísindavefnum í dag. Um sjaldgæfan sjúkdóm er þó um að ræða, hann er talinn hrjá aðeins færri en eitt af hverjum þúsund börnum sem fá Covid-19, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Því er ekki vitað um mörg tilfelli á heimsvísu, og ekkert hér á landi. Læknar víða um heim fylgjast þó vel með framgangi hans. „Við erum að læra mjög hratt hvernig eigi að bregðast við þessum Kawasaki-líka sjúkdómi í kjölfar Covid með einmitt strax með öflugri bólguhamlandi meðferð,“ sagði Ásgeir og bætti við að hugsanlegt væri að ef kórónuveiran væri að kveikja á Kawasaki-einkennum gæti sú vitneskja fært heimsbyggðinni betri þekkingu á Kawasaki-sjúkdóminum, og þá mögulega nær nákvæmari meðferð þegar fram í sækir. Hér á landi hafa um 200 börn greinst með kórónuveiruna. Ekkert þeirra hefur þurft á innlögn að halda, og ekkert þeirra hefur fengið einkenni sem benda til hins Kawasaki-líka sjúkdóms, sem Ásgeir segir að hafi komið svolítið í bakið á læknum, sé horft til þess að kórónuveiran virðist almennt fara tiltölulega mjúkum höndum um börn. „Svo kemur þessi Kawasaki-líki sjúkdómur svolítið í bakið á okkur en að hafa verður í huga að þetta er mjög sjaldgæf aukaverkun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Læknar víða um heim fylgjast grannt með framgangi sjúkdóms sem svipar til Kawasaki-sjúkdómsins og læra mjög hratt hvernig best sé að bregðast við einkennum hans. Hinn sjaldgæfi Kawasaki-líki sjúkdómur hefur verið tengdur við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og virðist frekar herja á eldri börn en hinn hefðbundni Kawasaki-sjúkdómur. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknis á Barnaspítala Hringsins sem ræddi sjúkdóminn í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að hinn nýji sjúkdómur væri mjög svipaður Kawasaki-sjúkdóminum, en þó ekki alveg eins og, þó vafalítið væri um að ræða greinar af sama meiði. Hinn hefðbundni Kawasaki-sjúkdómur, sem er tiltölulega sjaldgæfur og afar fá tilfelli greinast hér á landi á ári hverju, veldur ýmsum einkennum í börnum. „Þau eru með háan hita, oft í marga daga, sem benda þá á bólgu en við finnum enga ástæðu, enga sýkil eða veiru sem er að sýkja þau. Síðan koma fram ýmis bólgueinkenni í líkamanum. Þau eru með eldrauð augu, þau fá bólgu í slímhúðir, eldrauða tungu og munn, þau fá útbrot á húð, þau fá eldrauða lófa og iljar og jafnvel húðflagnanir á tám og fingrum,“ sagði Ásgeir. Einnig fylgdi oft mikil eitlastækkun en möguleg áhrif á hjartað væri alvarlegasti fylgikvilli sjúkdómsins, sem greinist aðallega í börnum á aldursbilinu tveggja til þriggja ára. „Það sem er alvarlegast við Kawasaki-sjúkdóm er að þessi skrattakollur hann veldur bólgu í smáum slagæðum og þá ekki síst í kransæðunum. Hann getur valdið því að þar myndast kransæðagúlar og jafn vel valdið kransæðastíflum sem getur verið mjög alvarlegt og hættulegt. Fyrst þegar þessum sjúkdómi var lýst voru börn jafn vel að deyja út af honum út af þessum vandræðum í hjartanu,“ sagði Ásgeir. Herjar á eldri börn en Kawasaki-sjúkdómurinn Hinn Kawasaki-líki sjúkdómur sem fjallað hefur verið um í tengslum við Covid og „skrambans“ veiruna líkt og Ásgeir kallar hana, virðist frekar herja á eldri börn en hinn hefðbundni Kawasaki-sjúkdómur. „Það sem er umhugsunarefni er að þeir sem eru að fá Kawasaki í kjölfar Covid, þetta virðast vera eldri einstaklingar, meðalaldurinn hjá venjulegum Kawasaki er í kringum tvö til þrjú ár, þetta er svona sjö til átta ára sem er svolítið óvenjulegt. Þeir svara verr meðferð, þeir þurfa meiri bólguhamlandi meðferð eða ónæmisbælandi meðferð. Svo virðist sem að hann ráðist nokkuð meira á hjartað í þessum krökkum. Því miður hafa börn dáið úr þessum sjúkdómi þó að það sé alls ekki algengt og ekki á Íslandi. Það hefur þá verið vegna mikilla áhrifa á hjartað,“ sagði Ásgeir en nánar má fræðast um hinn Kawasaki-líka sjúkdóm í grein sem birtist á Vísindavefnum í dag. Um sjaldgæfan sjúkdóm er þó um að ræða, hann er talinn hrjá aðeins færri en eitt af hverjum þúsund börnum sem fá Covid-19, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Því er ekki vitað um mörg tilfelli á heimsvísu, og ekkert hér á landi. Læknar víða um heim fylgjast þó vel með framgangi hans. „Við erum að læra mjög hratt hvernig eigi að bregðast við þessum Kawasaki-líka sjúkdómi í kjölfar Covid með einmitt strax með öflugri bólguhamlandi meðferð,“ sagði Ásgeir og bætti við að hugsanlegt væri að ef kórónuveiran væri að kveikja á Kawasaki-einkennum gæti sú vitneskja fært heimsbyggðinni betri þekkingu á Kawasaki-sjúkdóminum, og þá mögulega nær nákvæmari meðferð þegar fram í sækir. Hér á landi hafa um 200 börn greinst með kórónuveiruna. Ekkert þeirra hefur þurft á innlögn að halda, og ekkert þeirra hefur fengið einkenni sem benda til hins Kawasaki-líka sjúkdóms, sem Ásgeir segir að hafi komið svolítið í bakið á læknum, sé horft til þess að kórónuveiran virðist almennt fara tiltölulega mjúkum höndum um börn. „Svo kemur þessi Kawasaki-líki sjúkdómur svolítið í bakið á okkur en að hafa verður í huga að þetta er mjög sjaldgæf aukaverkun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira