Streituvaldandi draumaferðir og besta leiðin til þess að komast hjá þeim Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 20. maí 2020 16:30 Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar