Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 21. maí 2020 11:30 Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. En hvað eiga öll þessi ólíku fyrirtæki sameiginlegt? Þau hafa öll sótt aðstoð í stuðningsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Þau hafa tekið þátt í viðskiptahröðlum, lausnarmótum (e. hackathons), hlotið ráðgjöf, fjármagn úr fjárfestinga og/eða rannsóknarsjóðum, sótt ráðstefnur og viðburði, nýtt sér skrifstofuaðstöðu í frumkvöðlasetrum og myndað tengslanet við aðra frumkvöðla hérlendis og erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta hjálpað til við uppbyggingu viðkvæmra sprotafyrirtækja og skapað fjölmörg störf. Í raun skiptir slíkur stuðningur sköpum og skilur á á milli hvort sprotafyrirtæki lifi af eða ekki. Í aðgerðarpakka stjórnvalda eru margar góðar hugmyndir til stuðnings frumkvöðlafyrirtækjum. Spurningin er hins vegar hvernig hægt sé að styðja við stuðningsumhverfið sjálft sem í gegnum tíðina hefur hjálpað ófáum sprotafyrirtækjum á legg? Eftirfarandi eru tillögur um hvernig nýta megi fjármagn til að skapa frekari störf og þekkingu í íslenskum sprotaheimi: Efla verkefni sem ætlað er að hraða ferli frá hugmynd til fyrirtækis Niðurgreiða skrifstofuhúsnæði í frumkvöðlasetrum og klösum Búa til öflugan vettvang þar sem hægt er að deila þekkingu milli frumkvöðla og fyrirtækja Styðja verkefni sem ætlað er að vekja athygli á nýsköpun Styðja og efla frumkvöðlastarf nemenda á mennta- og háskólastigi, t.d. með nýsköpunar- áföngum, nemendahröðlum, vinnustofum og frumkvöðlafræðslu. Nýsköpunarvikan verður haldin í fyrsta skipti í Reykjavík 30. september- 7. október næstkomandi. Markmið vikunnar er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi, vekja athygli á frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpun innan stöndugra fyrirtækja. Þátttökuaðilar standa fyrir ólíkum viðburðum og gefst þar tækifæri til að kynna eigin nýsköpun, deila þekkingu og víkka tengslanetið. Hingað til hefur líka vantað vettvang þar sem erlendir sérfræðingar, frumkvöðlar og fjárfestar geta kynnst því sem á sér stað í íslenskri nýsköpun. Markmiðið er að nýsköpunarvikan geti orðið vettvangur viðskiptasambanda og skiptimarkaður hugmynda. Hugvit og sköpunarkraftur er verðmætasta auðlind sem við Íslendingar eigum og fjárfesting í stuðningsumhverfi frumkvöðla mun skila sér í frumkvöðlafyrirtækjum sem eru betur undirbúnari fyrir þá löngu vegferð sem framundan er. Höfundur er einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. En hvað eiga öll þessi ólíku fyrirtæki sameiginlegt? Þau hafa öll sótt aðstoð í stuðningsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Þau hafa tekið þátt í viðskiptahröðlum, lausnarmótum (e. hackathons), hlotið ráðgjöf, fjármagn úr fjárfestinga og/eða rannsóknarsjóðum, sótt ráðstefnur og viðburði, nýtt sér skrifstofuaðstöðu í frumkvöðlasetrum og myndað tengslanet við aðra frumkvöðla hérlendis og erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta hjálpað til við uppbyggingu viðkvæmra sprotafyrirtækja og skapað fjölmörg störf. Í raun skiptir slíkur stuðningur sköpum og skilur á á milli hvort sprotafyrirtæki lifi af eða ekki. Í aðgerðarpakka stjórnvalda eru margar góðar hugmyndir til stuðnings frumkvöðlafyrirtækjum. Spurningin er hins vegar hvernig hægt sé að styðja við stuðningsumhverfið sjálft sem í gegnum tíðina hefur hjálpað ófáum sprotafyrirtækjum á legg? Eftirfarandi eru tillögur um hvernig nýta megi fjármagn til að skapa frekari störf og þekkingu í íslenskum sprotaheimi: Efla verkefni sem ætlað er að hraða ferli frá hugmynd til fyrirtækis Niðurgreiða skrifstofuhúsnæði í frumkvöðlasetrum og klösum Búa til öflugan vettvang þar sem hægt er að deila þekkingu milli frumkvöðla og fyrirtækja Styðja verkefni sem ætlað er að vekja athygli á nýsköpun Styðja og efla frumkvöðlastarf nemenda á mennta- og háskólastigi, t.d. með nýsköpunar- áföngum, nemendahröðlum, vinnustofum og frumkvöðlafræðslu. Nýsköpunarvikan verður haldin í fyrsta skipti í Reykjavík 30. september- 7. október næstkomandi. Markmið vikunnar er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi, vekja athygli á frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpun innan stöndugra fyrirtækja. Þátttökuaðilar standa fyrir ólíkum viðburðum og gefst þar tækifæri til að kynna eigin nýsköpun, deila þekkingu og víkka tengslanetið. Hingað til hefur líka vantað vettvang þar sem erlendir sérfræðingar, frumkvöðlar og fjárfestar geta kynnst því sem á sér stað í íslenskri nýsköpun. Markmiðið er að nýsköpunarvikan geti orðið vettvangur viðskiptasambanda og skiptimarkaður hugmynda. Hugvit og sköpunarkraftur er verðmætasta auðlind sem við Íslendingar eigum og fjárfesting í stuðningsumhverfi frumkvöðla mun skila sér í frumkvöðlafyrirtækjum sem eru betur undirbúnari fyrir þá löngu vegferð sem framundan er. Höfundur er einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun