Flugið og raunveruleikinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 21. maí 2020 17:35 Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun