Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 14:54 Breskir heilbrigðisstarfsmenn fá þjálfun í notkun hlífðarbúnaðar. AP/Jon Super Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. Sérfræðingur segir Bretland eitt þeirra ríkja sem komu hvað verst út úr fyrstu bylgju smita af Covid-19 en að hátindinum hafi líklegast verið náð. Yfirvöld Bretlands ætla sér að auka skimun fyrir nýju kórónuveirunni töluvert á næstunni meðal opinberra starfsmanna eins og lögregluþjóna, slökkviliðsmanna og starfsmanna fangelsa Bretlands. Undanfarið hafa próf að mestu verið framkvæmd á breskum heilbrigðisstarfsmönnum. Mest getur ríkið framkvæmt um 38 þúsund próf á dag en þau voru einungis 21.328 á síðasta sólarhring. As of 9am 17 April, 438,991 tests have concluded, with 21,328 tests on 16 April. 341,551 people have been tested of which 108,692 tested positive. As of 5pm on 16 April, of those hospitalised in the UK who tested positive for coronavirus, 14,576 have sadly died. pic.twitter.com/BkOC0O9EUy— Department of Health and Social Care (@DHSCgovuk) April 17, 2020 Sérfræðingur sem Reuters fréttaveitan ræddi við segir hægt að lesa tvennt út úr gögnunum eins og þau eru í dag. Í fyrsta lagi virðist sem að Bretland hafi orðið sérstaklega illa fyrir fyrstu bylgju smita Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Hitt er að svo virðist sem að hátindinum sé náð. Yfirvöld muni þrátt fyrir það tilkynna hundruð dauðsfalla á degi hverjum á næstunni en þau muni fækka. Það muni þó gerast hægt í fyrstu. Hámarkið var þann 9. apríl þegar 980 dauðsföll voru tilkynnt. Tölur yfirvalda ná enn sem komið er bara yfir þá sem deyja á sjúkrahúsum og ekki þá sem deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hunsa dauðsföll eldri borgara og standa ekki vörð um þá. BBC segir hundruð dauðsfalla vera ótalin. Sjá einnig: Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Prófessorinn Anthony Costello sagði á fjarfundi heilbrigðismálanefndar breska þingsins að Bretar hafi verið of lengi að bregðast við útbreiðslu veirunnar og það útskýri að hluta til hve margiri hafi dáið í Bretlandi. Hann vísaði til spálíkana og sagði að þegar faraldurinn væri yfirstaðinn gætu 40 þúsund manns hafa dáið. Hann varaði þar að auki við því að dreifingin gæti náð stökki aftur seinna og ríkið þyrfti að koma upp góðu kerfi til að greina smit víðsvegar um landið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. Sérfræðingur segir Bretland eitt þeirra ríkja sem komu hvað verst út úr fyrstu bylgju smita af Covid-19 en að hátindinum hafi líklegast verið náð. Yfirvöld Bretlands ætla sér að auka skimun fyrir nýju kórónuveirunni töluvert á næstunni meðal opinberra starfsmanna eins og lögregluþjóna, slökkviliðsmanna og starfsmanna fangelsa Bretlands. Undanfarið hafa próf að mestu verið framkvæmd á breskum heilbrigðisstarfsmönnum. Mest getur ríkið framkvæmt um 38 þúsund próf á dag en þau voru einungis 21.328 á síðasta sólarhring. As of 9am 17 April, 438,991 tests have concluded, with 21,328 tests on 16 April. 341,551 people have been tested of which 108,692 tested positive. As of 5pm on 16 April, of those hospitalised in the UK who tested positive for coronavirus, 14,576 have sadly died. pic.twitter.com/BkOC0O9EUy— Department of Health and Social Care (@DHSCgovuk) April 17, 2020 Sérfræðingur sem Reuters fréttaveitan ræddi við segir hægt að lesa tvennt út úr gögnunum eins og þau eru í dag. Í fyrsta lagi virðist sem að Bretland hafi orðið sérstaklega illa fyrir fyrstu bylgju smita Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Hitt er að svo virðist sem að hátindinum sé náð. Yfirvöld muni þrátt fyrir það tilkynna hundruð dauðsfalla á degi hverjum á næstunni en þau muni fækka. Það muni þó gerast hægt í fyrstu. Hámarkið var þann 9. apríl þegar 980 dauðsföll voru tilkynnt. Tölur yfirvalda ná enn sem komið er bara yfir þá sem deyja á sjúkrahúsum og ekki þá sem deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hunsa dauðsföll eldri borgara og standa ekki vörð um þá. BBC segir hundruð dauðsfalla vera ótalin. Sjá einnig: Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Prófessorinn Anthony Costello sagði á fjarfundi heilbrigðismálanefndar breska þingsins að Bretar hafi verið of lengi að bregðast við útbreiðslu veirunnar og það útskýri að hluta til hve margiri hafi dáið í Bretlandi. Hann vísaði til spálíkana og sagði að þegar faraldurinn væri yfirstaðinn gætu 40 þúsund manns hafa dáið. Hann varaði þar að auki við því að dreifingin gæti náð stökki aftur seinna og ríkið þyrfti að koma upp góðu kerfi til að greina smit víðsvegar um landið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“