Hvað þarf Ísland? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 26. maí 2020 08:00 Ísland þarf fjárfestingaáætlun. Metnaðarfulla áætlun þar sem við lítum til framtíðar. Í síðasta hruni setti ríkisstjórn Samfylkingarinnar, fram sérstaka fjárfestingaáætlun fyrir Ísland. Áherslan var á grænt hagkerfi nýsköpunar, hagvaxtar og fjölbreytni í atvinnulífi. Þessi áætlun var meðal annars fjármögnuð með auðlindagjöldum. Núna þarf þjóðin að fá áætlun og aukinn arð af sínum eigin auðlindum. Ef ekki núna, hvenær þá? 6 atriði Hins vegar bólar ekkert á slíkri framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Þar virðist einn maður stjórna, formaður Sjálfstæðisflokksins, og restin klappar honum lof í lófa. Förum yfir sex atriði: Eitt helsta úrræði ríkisstjórnarinnar núna er að niðurgreiða uppsagnir á fólki og setja fólk á atvinnuleysisbætur. Það er engin sýn hjá þessari ríkisstjórn í að búa til störf. Þegar ég nefndi að við ættum að gera eins og allir aðrir gera í nágrannalöndunum, það er að fjölga opinberum störfum, eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, lögreglumönnum, vísindafólki o.s.frv. kallaði formaður Sjálfstæðisflokksins það „verstu hugmynd sem hann hefði heyrt“. Þetta er hins vegar hugmynd sem The Economist, IMF og Financial Times hafa öll nýverið sett fram. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn annars staðar en því miður er hann það hér. Minna en 5% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar fer í nýsköpun. Það er nær ekkert. Ríkisstjórnarflokkarnir fella ítrekað tillögur Samfylkingarinnar um að setja meira í rannsóknir, sóknaráætlanir, nýsköpun og tækniþróun. Með auknum stuðningi við nýsköpun styðjum við einmitt einkaframtakið og búum í haginn fyrir framtíðina. Við vitum ekkert hvert næsta Marel eða Meniga verður. Fjáraukarnir tveir sem ríkisstjórnin er búin að afgreiða auka ríkisútgjöldin einungis um 4%. Þar af var flýting framkvæmda minna en 2% aukning á ríkisútgjöldum. Það er allt of sumt. Í hvaða heimi er það nóg til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár? Þegar eftirspurnin á einkamarkaði hrynur á hið opinbera að skapa eftirspurn á móti. Það styrkir atvinnulífið og einkaframtakið. Sá lærdómur fékkst fyrir 100 árum en virðist ekki hafa borist upp í Valhöll. Ríkisstjórnin hlustaði loks á hugmynd Samfylkingarinnar að fjölga listamannalaunum en betur má ef duga skal. Flokkarnir höfnuðu þó að fjölga enn meira í þeim hópi eins og ég lagði til og vilja þeir frekar að fólk fari á atvinnuleysisbætur í stað þess að vinna við listsköpun. Einnig felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögur okkar um aukna fjármuni í Kvikmyndasjóð en það hefði bókstaflega búið til pening fyrir ríkið í fjölgun starfa og auknum umsvifum. Hinn svokallaði félagslegi pakki þessarar ríkisstjórnar vegna faraldursins nemur lægri upphæð en fyrirhuguð lækkun veiðileyfagjalda ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Þessir flokkar keyrðu meira að segja í gegn í síðustu viku lækkun skatta á fyrirtæki sem „kaupa stór skip“. Þessari ríkisstjórn fannst ekkert mál að fella á svipuðum tíma tillögu þess efnis að námsmenn gætu fengið atvinnuleysisbætur þetta sumarið. Námsmenn eru auðvitað ekki stórútgerðarmenn. Til að toppa vitleysuna hjá ríkistjórnarflokkunum þremur felldu þeir tillögu á Alþingi um hér væri tryggt að fyrirtæki sem eru með eignarhald í skattaskjóli nytu ekki opinber stuðnings. Af hverju ætli það sé? Kusu kjósendur VG og Framsóknar sína flokka með þetta í huga? Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland Í síðasta hruni þurftu jafnaðarmenn að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðismanna. Það verður án efa það sama upp á teningnum núna. Það er nauðsynlegt að hér taki við stjórnmálaflokkar sem hafi framtíðarsýn í uppbyggingu til framtíðar. Samfylkingin vill búa til störf en ekki tala þau niður eða bara niðurgreiða uppsagnir á störfum. Samfylkingin vill fjárfesta í nýsköpun og list í stað skattalækkana til stórútgerðarinnar og hugsanlegs stuðnings til skattaskjóla. Samfylkingin vill græna og metnaðarfulla fjárfestingaáætlun sem tekur til almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Nú er tíminn fyrir það. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland þarf fjárfestingaáætlun. Metnaðarfulla áætlun þar sem við lítum til framtíðar. Í síðasta hruni setti ríkisstjórn Samfylkingarinnar, fram sérstaka fjárfestingaáætlun fyrir Ísland. Áherslan var á grænt hagkerfi nýsköpunar, hagvaxtar og fjölbreytni í atvinnulífi. Þessi áætlun var meðal annars fjármögnuð með auðlindagjöldum. Núna þarf þjóðin að fá áætlun og aukinn arð af sínum eigin auðlindum. Ef ekki núna, hvenær þá? 6 atriði Hins vegar bólar ekkert á slíkri framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Þar virðist einn maður stjórna, formaður Sjálfstæðisflokksins, og restin klappar honum lof í lófa. Förum yfir sex atriði: Eitt helsta úrræði ríkisstjórnarinnar núna er að niðurgreiða uppsagnir á fólki og setja fólk á atvinnuleysisbætur. Það er engin sýn hjá þessari ríkisstjórn í að búa til störf. Þegar ég nefndi að við ættum að gera eins og allir aðrir gera í nágrannalöndunum, það er að fjölga opinberum störfum, eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, lögreglumönnum, vísindafólki o.s.frv. kallaði formaður Sjálfstæðisflokksins það „verstu hugmynd sem hann hefði heyrt“. Þetta er hins vegar hugmynd sem The Economist, IMF og Financial Times hafa öll nýverið sett fram. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn annars staðar en því miður er hann það hér. Minna en 5% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar fer í nýsköpun. Það er nær ekkert. Ríkisstjórnarflokkarnir fella ítrekað tillögur Samfylkingarinnar um að setja meira í rannsóknir, sóknaráætlanir, nýsköpun og tækniþróun. Með auknum stuðningi við nýsköpun styðjum við einmitt einkaframtakið og búum í haginn fyrir framtíðina. Við vitum ekkert hvert næsta Marel eða Meniga verður. Fjáraukarnir tveir sem ríkisstjórnin er búin að afgreiða auka ríkisútgjöldin einungis um 4%. Þar af var flýting framkvæmda minna en 2% aukning á ríkisútgjöldum. Það er allt of sumt. Í hvaða heimi er það nóg til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár? Þegar eftirspurnin á einkamarkaði hrynur á hið opinbera að skapa eftirspurn á móti. Það styrkir atvinnulífið og einkaframtakið. Sá lærdómur fékkst fyrir 100 árum en virðist ekki hafa borist upp í Valhöll. Ríkisstjórnin hlustaði loks á hugmynd Samfylkingarinnar að fjölga listamannalaunum en betur má ef duga skal. Flokkarnir höfnuðu þó að fjölga enn meira í þeim hópi eins og ég lagði til og vilja þeir frekar að fólk fari á atvinnuleysisbætur í stað þess að vinna við listsköpun. Einnig felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögur okkar um aukna fjármuni í Kvikmyndasjóð en það hefði bókstaflega búið til pening fyrir ríkið í fjölgun starfa og auknum umsvifum. Hinn svokallaði félagslegi pakki þessarar ríkisstjórnar vegna faraldursins nemur lægri upphæð en fyrirhuguð lækkun veiðileyfagjalda ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Þessir flokkar keyrðu meira að segja í gegn í síðustu viku lækkun skatta á fyrirtæki sem „kaupa stór skip“. Þessari ríkisstjórn fannst ekkert mál að fella á svipuðum tíma tillögu þess efnis að námsmenn gætu fengið atvinnuleysisbætur þetta sumarið. Námsmenn eru auðvitað ekki stórútgerðarmenn. Til að toppa vitleysuna hjá ríkistjórnarflokkunum þremur felldu þeir tillögu á Alþingi um hér væri tryggt að fyrirtæki sem eru með eignarhald í skattaskjóli nytu ekki opinber stuðnings. Af hverju ætli það sé? Kusu kjósendur VG og Framsóknar sína flokka með þetta í huga? Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland Í síðasta hruni þurftu jafnaðarmenn að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðismanna. Það verður án efa það sama upp á teningnum núna. Það er nauðsynlegt að hér taki við stjórnmálaflokkar sem hafi framtíðarsýn í uppbyggingu til framtíðar. Samfylkingin vill búa til störf en ekki tala þau niður eða bara niðurgreiða uppsagnir á störfum. Samfylkingin vill fjárfesta í nýsköpun og list í stað skattalækkana til stórútgerðarinnar og hugsanlegs stuðnings til skattaskjóla. Samfylkingin vill græna og metnaðarfulla fjárfestingaáætlun sem tekur til almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Nú er tíminn fyrir það. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun