KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 13:31 Myndin sem birtist á vef Puma í morgun en virðist nú hafa verið fjarlægð. Mynd/Puma Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. Þýski íþróttavöruframleiðandinn Puma sagði frá nýjum sex ára samningi við Knattspyrnusamband Íslands í morgun alveg eins og KSÍ. Munurinn var bara að Puma sýndi mynd af íslenskum landsliðsbúningi með nýja merkinu. Nýtt landsliðsmerki, sem áður hefur verið greint frá, verður kynnt í lok júní og verður það merki á nýja PUMA landsliðsbúningnum, sem verður opinberaður um miðjan júlí, sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ í morgun en þar fylgdi engin mynd. Accidental frumsýning á KSÍ lógóinu right here. Einhver landvættastemmning í gangi. Áhugavert. https://t.co/qQqSdjwEfO— Andri Ólafsson (@andriolafsson) May 26, 2020 „Planið var að við ætluðum að opinbera nýja merkið um miðjan júní og við vorum að undirbúa það, svo þetta náttúrulega kom okkur algerlega í opna skjöldu. Við vorum búin að setja upp ákveðna tímalínu sem er alveg ljóst að er núna í uppnámi svo við erum að endurhugsa það. Við ætlum að gefa okkur smá tíma í það, fá okkur kaffisopa og ráða ráðum okkar með framhaldið,“ Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Viðskiptablaðið. Klara segir að merkið sem sjáist á myndinni hjá PUMA sé í raun bara hluti af því merki sem unnið hefur verið með. „Það er margra mánaða, ef ekki ára, vinna þarna á bak við, og mikil saga sem við ætluðum að segja og ýmsar útgáfur sem við ætluðum að kynna, og ætlum enn að gera, við höldum áfram okkar vinnu í því,“ segir Klara sem staðfesti þó við blaðamann Viðskiptablaðsins að merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi sem myndi eins og stórt X á milli þeirra. Svo virðist sem Puma hafi lekið nýjum búningi og landsliðsmerki Íslands.https://t.co/EwhQUtn6s5— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 26, 2020 „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA, svo það hefur verið langur aðdragandi að þessu," sagði Klara en það má sjá allt viðtalið við hana með því að smella hér. Íslenski boltinn EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. Þýski íþróttavöruframleiðandinn Puma sagði frá nýjum sex ára samningi við Knattspyrnusamband Íslands í morgun alveg eins og KSÍ. Munurinn var bara að Puma sýndi mynd af íslenskum landsliðsbúningi með nýja merkinu. Nýtt landsliðsmerki, sem áður hefur verið greint frá, verður kynnt í lok júní og verður það merki á nýja PUMA landsliðsbúningnum, sem verður opinberaður um miðjan júlí, sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ í morgun en þar fylgdi engin mynd. Accidental frumsýning á KSÍ lógóinu right here. Einhver landvættastemmning í gangi. Áhugavert. https://t.co/qQqSdjwEfO— Andri Ólafsson (@andriolafsson) May 26, 2020 „Planið var að við ætluðum að opinbera nýja merkið um miðjan júní og við vorum að undirbúa það, svo þetta náttúrulega kom okkur algerlega í opna skjöldu. Við vorum búin að setja upp ákveðna tímalínu sem er alveg ljóst að er núna í uppnámi svo við erum að endurhugsa það. Við ætlum að gefa okkur smá tíma í það, fá okkur kaffisopa og ráða ráðum okkar með framhaldið,“ Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Viðskiptablaðið. Klara segir að merkið sem sjáist á myndinni hjá PUMA sé í raun bara hluti af því merki sem unnið hefur verið með. „Það er margra mánaða, ef ekki ára, vinna þarna á bak við, og mikil saga sem við ætluðum að segja og ýmsar útgáfur sem við ætluðum að kynna, og ætlum enn að gera, við höldum áfram okkar vinnu í því,“ segir Klara sem staðfesti þó við blaðamann Viðskiptablaðsins að merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi sem myndi eins og stórt X á milli þeirra. Svo virðist sem Puma hafi lekið nýjum búningi og landsliðsmerki Íslands.https://t.co/EwhQUtn6s5— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 26, 2020 „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA, svo það hefur verið langur aðdragandi að þessu," sagði Klara en það má sjá allt viðtalið við hana með því að smella hér.
Íslenski boltinn EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira