Ég mótmæli breytingartillögu á útlendingalögum Toshiki Toma skrifar 28. maí 2020 08:00 Frumvarp um breytingar á útlendingalögum hefur verið lagt fram á alþingi af dómsmálaráðherra. Um þetta frumvarp hafa nú þegar nokkur samtök eða stofnanir sem eiga erindi um útlendingamál tjáð sig um og lýst yfir áhyggjum vegna nokkurra atriða í frumvarpinu. Mig langar hér að einbeita mér að benda á aðeins eitt af þessum atriðum sem varðar umsókn um alþjóðlega vernd sem tekin er til efnismeðferðar. Almennt getur umsækjandi um alþjóðlega vernd á Íslandi, ef hann hefur þegar hlotið virka vernd í öðru ríki, ekki fengið efnismeðferð um umsókn sína. En í gildandi lögum, þó að um slíkt tilfelli sé að ræða, er það enn ,,björgunarákvæði" og er þá hægt að taka umsóknina til efnismeðferðar ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því."(Lög um útlendinga 36. gr. 2. mgr.) En breytingartillagan á 36. gr. kveður á að það tilfelli að umsækjandi þegar hlotið hefur vernd í öðru ríki verður tekið úr af þessu björgunarákvæði, enda ekkert verður hægt að gera til að færa viðkomandi umsókn til efnismerferðarinnar. Sem sé, jafnvel þó þúsund Íslendingar telji það vera nægileg átæða og sönngjörn til staðar til að skoða umsókn viðkomandi umsækjanda, verði það ekki lengur hægt vegna lagaákvæðis. Nú langar mig að koma fram með tvær athugasemdir um þessa breytingartillögu. Athugasemdir mínar varða aðallega viðhorf dómsmálayfirvalda sem breytingartillagan byggist á. Í starfi mínu sem prestur innflytjenda hef ég haft fjölmörg tækifæri til að hitta og hlusta á umsækjandur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið „vernd“ eða landvistarleyfi í öðru ríki en Íslandi. Oftast er það fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi eða Ítalíu, en ekki Frakklandi eða Svíþjóð. Af hverju? Það er einfaldlega vegna þess að fólkið gat ekki lifað mannsæmandi lífi á Grikklandi eða á Ítalíu. Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum mörgum sinnum, hefur komið fram að í þessum löndum fær fólk ekki vinnu. Það á litla möguleika á að fá húsnæði eða almennilega heilsugæsluþjónustu á Grikklandi eða á Ítalíu. Af þeim sökum neyðist fólk til þess að fara úr landi og leita að hæli á ný, í öðru landi, m.a. hérna á Íslandi. Um þetta atriði, sendi Rauði Kross Íslands harða gagnrýni og ítrekaði athugasemdir sínar til dómsmálayfirvalda hér á landi í mars á þessu ári: ,,Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi.“(af heimasíðu RKÍ) Þannig eru aðstæður í kringum flóttafólk sem hefur hlotið „vernd“ alls ekki eins innan Evrópuríkjanna. Og ég trúi því að íslensk dómsmálayfirvöld viti það vel. Samt er hvergi komið inn á þetta mikilvæga atriði í greinargerð frumvarpsins. Ekki eitt orð! Þvert á móti segir í greinargerðinni: „Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur."(bls. 9 frumvarps) „Að knýja að ástæðulausu fram endurtekna málsmeðferð“? Ég skil ekki hvernig hægt er að horfa fram hjá þeim gögnum og vitnisburðum um ómögulega staðreynd um flóttafólk með „vernd" á Grikklandi eða Ítalíu og kalla óskir fólks um endurupptöku mál síns „að ástæðulausu"? Fólkið leitar aðeins að tækifæri til að lifa af. Ég vil endilega heyra útskýringu um þetta atriði frá dómsmálaráðherra. Annað atriði sem mig langar að koma á framfæri er sú staðreynd að nokkrar flóttamannafjölskyldur á Íslandi sem einmitt voru með vernd á Grikklandi fengu mikinn stuðning almennings og samstöðu, enda voru brottvísanir þeirra afturkallaðar og málin þeirra tekin til skoðunar. Hver er skilningur dómsmálayfirvalda á þessum staðreyndum? Viðkomandi breytingartillaga er einmitt til þess gerð að hindra að slíkur dómur almennings skipti máli. Hver er hugmynd dómsmálayfirvalda hér? Er almenningur vitlaus? Er réttlætiskennd almennings einskis virði? Það þarf að útskýra rök dómsmálayfirvalda um þetta atriði betur. Að mínu mati á „vernd“ sem gefur flóttafólki enga möguleika á mannsæmandi lífi, þar sem fólk getur m.a. sótt vinnu, séð fyrir sér, haft aðgang að heilsugæslu sem og öðrum atriðum sem kveðið er um í mannréttindarákvæðum, getur ekki talist „vernd“ í því landi heldur er það fólk sem þjáist ennþá og er raunverulega enn á flótta, þótt að það sé „tæknilega“ með landvistarleyfi. Þess vegna eiga lögin að geyma björgunarákvæði fyrir allar hælisumsóknir. Ég vil einlæglega skora á dómsmálayfirvöld að endurskoða viðkomandi atriði í frumvarpinu. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytingar á útlendingalögum hefur verið lagt fram á alþingi af dómsmálaráðherra. Um þetta frumvarp hafa nú þegar nokkur samtök eða stofnanir sem eiga erindi um útlendingamál tjáð sig um og lýst yfir áhyggjum vegna nokkurra atriða í frumvarpinu. Mig langar hér að einbeita mér að benda á aðeins eitt af þessum atriðum sem varðar umsókn um alþjóðlega vernd sem tekin er til efnismeðferðar. Almennt getur umsækjandi um alþjóðlega vernd á Íslandi, ef hann hefur þegar hlotið virka vernd í öðru ríki, ekki fengið efnismeðferð um umsókn sína. En í gildandi lögum, þó að um slíkt tilfelli sé að ræða, er það enn ,,björgunarákvæði" og er þá hægt að taka umsóknina til efnismeðferðar ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því."(Lög um útlendinga 36. gr. 2. mgr.) En breytingartillagan á 36. gr. kveður á að það tilfelli að umsækjandi þegar hlotið hefur vernd í öðru ríki verður tekið úr af þessu björgunarákvæði, enda ekkert verður hægt að gera til að færa viðkomandi umsókn til efnismerferðarinnar. Sem sé, jafnvel þó þúsund Íslendingar telji það vera nægileg átæða og sönngjörn til staðar til að skoða umsókn viðkomandi umsækjanda, verði það ekki lengur hægt vegna lagaákvæðis. Nú langar mig að koma fram með tvær athugasemdir um þessa breytingartillögu. Athugasemdir mínar varða aðallega viðhorf dómsmálayfirvalda sem breytingartillagan byggist á. Í starfi mínu sem prestur innflytjenda hef ég haft fjölmörg tækifæri til að hitta og hlusta á umsækjandur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið „vernd“ eða landvistarleyfi í öðru ríki en Íslandi. Oftast er það fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi eða Ítalíu, en ekki Frakklandi eða Svíþjóð. Af hverju? Það er einfaldlega vegna þess að fólkið gat ekki lifað mannsæmandi lífi á Grikklandi eða á Ítalíu. Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum mörgum sinnum, hefur komið fram að í þessum löndum fær fólk ekki vinnu. Það á litla möguleika á að fá húsnæði eða almennilega heilsugæsluþjónustu á Grikklandi eða á Ítalíu. Af þeim sökum neyðist fólk til þess að fara úr landi og leita að hæli á ný, í öðru landi, m.a. hérna á Íslandi. Um þetta atriði, sendi Rauði Kross Íslands harða gagnrýni og ítrekaði athugasemdir sínar til dómsmálayfirvalda hér á landi í mars á þessu ári: ,,Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi.“(af heimasíðu RKÍ) Þannig eru aðstæður í kringum flóttafólk sem hefur hlotið „vernd“ alls ekki eins innan Evrópuríkjanna. Og ég trúi því að íslensk dómsmálayfirvöld viti það vel. Samt er hvergi komið inn á þetta mikilvæga atriði í greinargerð frumvarpsins. Ekki eitt orð! Þvert á móti segir í greinargerðinni: „Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur."(bls. 9 frumvarps) „Að knýja að ástæðulausu fram endurtekna málsmeðferð“? Ég skil ekki hvernig hægt er að horfa fram hjá þeim gögnum og vitnisburðum um ómögulega staðreynd um flóttafólk með „vernd" á Grikklandi eða Ítalíu og kalla óskir fólks um endurupptöku mál síns „að ástæðulausu"? Fólkið leitar aðeins að tækifæri til að lifa af. Ég vil endilega heyra útskýringu um þetta atriði frá dómsmálaráðherra. Annað atriði sem mig langar að koma á framfæri er sú staðreynd að nokkrar flóttamannafjölskyldur á Íslandi sem einmitt voru með vernd á Grikklandi fengu mikinn stuðning almennings og samstöðu, enda voru brottvísanir þeirra afturkallaðar og málin þeirra tekin til skoðunar. Hver er skilningur dómsmálayfirvalda á þessum staðreyndum? Viðkomandi breytingartillaga er einmitt til þess gerð að hindra að slíkur dómur almennings skipti máli. Hver er hugmynd dómsmálayfirvalda hér? Er almenningur vitlaus? Er réttlætiskennd almennings einskis virði? Það þarf að útskýra rök dómsmálayfirvalda um þetta atriði betur. Að mínu mati á „vernd“ sem gefur flóttafólki enga möguleika á mannsæmandi lífi, þar sem fólk getur m.a. sótt vinnu, séð fyrir sér, haft aðgang að heilsugæslu sem og öðrum atriðum sem kveðið er um í mannréttindarákvæðum, getur ekki talist „vernd“ í því landi heldur er það fólk sem þjáist ennþá og er raunverulega enn á flótta, þótt að það sé „tæknilega“ með landvistarleyfi. Þess vegna eiga lögin að geyma björgunarákvæði fyrir allar hælisumsóknir. Ég vil einlæglega skora á dómsmálayfirvöld að endurskoða viðkomandi atriði í frumvarpinu. Höfundur er prestur innflytjenda.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun