Ég mótmæli breytingartillögu á útlendingalögum Toshiki Toma skrifar 28. maí 2020 08:00 Frumvarp um breytingar á útlendingalögum hefur verið lagt fram á alþingi af dómsmálaráðherra. Um þetta frumvarp hafa nú þegar nokkur samtök eða stofnanir sem eiga erindi um útlendingamál tjáð sig um og lýst yfir áhyggjum vegna nokkurra atriða í frumvarpinu. Mig langar hér að einbeita mér að benda á aðeins eitt af þessum atriðum sem varðar umsókn um alþjóðlega vernd sem tekin er til efnismeðferðar. Almennt getur umsækjandi um alþjóðlega vernd á Íslandi, ef hann hefur þegar hlotið virka vernd í öðru ríki, ekki fengið efnismeðferð um umsókn sína. En í gildandi lögum, þó að um slíkt tilfelli sé að ræða, er það enn ,,björgunarákvæði" og er þá hægt að taka umsóknina til efnismeðferðar ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því."(Lög um útlendinga 36. gr. 2. mgr.) En breytingartillagan á 36. gr. kveður á að það tilfelli að umsækjandi þegar hlotið hefur vernd í öðru ríki verður tekið úr af þessu björgunarákvæði, enda ekkert verður hægt að gera til að færa viðkomandi umsókn til efnismerferðarinnar. Sem sé, jafnvel þó þúsund Íslendingar telji það vera nægileg átæða og sönngjörn til staðar til að skoða umsókn viðkomandi umsækjanda, verði það ekki lengur hægt vegna lagaákvæðis. Nú langar mig að koma fram með tvær athugasemdir um þessa breytingartillögu. Athugasemdir mínar varða aðallega viðhorf dómsmálayfirvalda sem breytingartillagan byggist á. Í starfi mínu sem prestur innflytjenda hef ég haft fjölmörg tækifæri til að hitta og hlusta á umsækjandur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið „vernd“ eða landvistarleyfi í öðru ríki en Íslandi. Oftast er það fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi eða Ítalíu, en ekki Frakklandi eða Svíþjóð. Af hverju? Það er einfaldlega vegna þess að fólkið gat ekki lifað mannsæmandi lífi á Grikklandi eða á Ítalíu. Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum mörgum sinnum, hefur komið fram að í þessum löndum fær fólk ekki vinnu. Það á litla möguleika á að fá húsnæði eða almennilega heilsugæsluþjónustu á Grikklandi eða á Ítalíu. Af þeim sökum neyðist fólk til þess að fara úr landi og leita að hæli á ný, í öðru landi, m.a. hérna á Íslandi. Um þetta atriði, sendi Rauði Kross Íslands harða gagnrýni og ítrekaði athugasemdir sínar til dómsmálayfirvalda hér á landi í mars á þessu ári: ,,Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi.“(af heimasíðu RKÍ) Þannig eru aðstæður í kringum flóttafólk sem hefur hlotið „vernd“ alls ekki eins innan Evrópuríkjanna. Og ég trúi því að íslensk dómsmálayfirvöld viti það vel. Samt er hvergi komið inn á þetta mikilvæga atriði í greinargerð frumvarpsins. Ekki eitt orð! Þvert á móti segir í greinargerðinni: „Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur."(bls. 9 frumvarps) „Að knýja að ástæðulausu fram endurtekna málsmeðferð“? Ég skil ekki hvernig hægt er að horfa fram hjá þeim gögnum og vitnisburðum um ómögulega staðreynd um flóttafólk með „vernd" á Grikklandi eða Ítalíu og kalla óskir fólks um endurupptöku mál síns „að ástæðulausu"? Fólkið leitar aðeins að tækifæri til að lifa af. Ég vil endilega heyra útskýringu um þetta atriði frá dómsmálaráðherra. Annað atriði sem mig langar að koma á framfæri er sú staðreynd að nokkrar flóttamannafjölskyldur á Íslandi sem einmitt voru með vernd á Grikklandi fengu mikinn stuðning almennings og samstöðu, enda voru brottvísanir þeirra afturkallaðar og málin þeirra tekin til skoðunar. Hver er skilningur dómsmálayfirvalda á þessum staðreyndum? Viðkomandi breytingartillaga er einmitt til þess gerð að hindra að slíkur dómur almennings skipti máli. Hver er hugmynd dómsmálayfirvalda hér? Er almenningur vitlaus? Er réttlætiskennd almennings einskis virði? Það þarf að útskýra rök dómsmálayfirvalda um þetta atriði betur. Að mínu mati á „vernd“ sem gefur flóttafólki enga möguleika á mannsæmandi lífi, þar sem fólk getur m.a. sótt vinnu, séð fyrir sér, haft aðgang að heilsugæslu sem og öðrum atriðum sem kveðið er um í mannréttindarákvæðum, getur ekki talist „vernd“ í því landi heldur er það fólk sem þjáist ennþá og er raunverulega enn á flótta, þótt að það sé „tæknilega“ með landvistarleyfi. Þess vegna eiga lögin að geyma björgunarákvæði fyrir allar hælisumsóknir. Ég vil einlæglega skora á dómsmálayfirvöld að endurskoða viðkomandi atriði í frumvarpinu. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytingar á útlendingalögum hefur verið lagt fram á alþingi af dómsmálaráðherra. Um þetta frumvarp hafa nú þegar nokkur samtök eða stofnanir sem eiga erindi um útlendingamál tjáð sig um og lýst yfir áhyggjum vegna nokkurra atriða í frumvarpinu. Mig langar hér að einbeita mér að benda á aðeins eitt af þessum atriðum sem varðar umsókn um alþjóðlega vernd sem tekin er til efnismeðferðar. Almennt getur umsækjandi um alþjóðlega vernd á Íslandi, ef hann hefur þegar hlotið virka vernd í öðru ríki, ekki fengið efnismeðferð um umsókn sína. En í gildandi lögum, þó að um slíkt tilfelli sé að ræða, er það enn ,,björgunarákvæði" og er þá hægt að taka umsóknina til efnismeðferðar ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því."(Lög um útlendinga 36. gr. 2. mgr.) En breytingartillagan á 36. gr. kveður á að það tilfelli að umsækjandi þegar hlotið hefur vernd í öðru ríki verður tekið úr af þessu björgunarákvæði, enda ekkert verður hægt að gera til að færa viðkomandi umsókn til efnismerferðarinnar. Sem sé, jafnvel þó þúsund Íslendingar telji það vera nægileg átæða og sönngjörn til staðar til að skoða umsókn viðkomandi umsækjanda, verði það ekki lengur hægt vegna lagaákvæðis. Nú langar mig að koma fram með tvær athugasemdir um þessa breytingartillögu. Athugasemdir mínar varða aðallega viðhorf dómsmálayfirvalda sem breytingartillagan byggist á. Í starfi mínu sem prestur innflytjenda hef ég haft fjölmörg tækifæri til að hitta og hlusta á umsækjandur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið „vernd“ eða landvistarleyfi í öðru ríki en Íslandi. Oftast er það fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi eða Ítalíu, en ekki Frakklandi eða Svíþjóð. Af hverju? Það er einfaldlega vegna þess að fólkið gat ekki lifað mannsæmandi lífi á Grikklandi eða á Ítalíu. Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum mörgum sinnum, hefur komið fram að í þessum löndum fær fólk ekki vinnu. Það á litla möguleika á að fá húsnæði eða almennilega heilsugæsluþjónustu á Grikklandi eða á Ítalíu. Af þeim sökum neyðist fólk til þess að fara úr landi og leita að hæli á ný, í öðru landi, m.a. hérna á Íslandi. Um þetta atriði, sendi Rauði Kross Íslands harða gagnrýni og ítrekaði athugasemdir sínar til dómsmálayfirvalda hér á landi í mars á þessu ári: ,,Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi.“(af heimasíðu RKÍ) Þannig eru aðstæður í kringum flóttafólk sem hefur hlotið „vernd“ alls ekki eins innan Evrópuríkjanna. Og ég trúi því að íslensk dómsmálayfirvöld viti það vel. Samt er hvergi komið inn á þetta mikilvæga atriði í greinargerð frumvarpsins. Ekki eitt orð! Þvert á móti segir í greinargerðinni: „Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur."(bls. 9 frumvarps) „Að knýja að ástæðulausu fram endurtekna málsmeðferð“? Ég skil ekki hvernig hægt er að horfa fram hjá þeim gögnum og vitnisburðum um ómögulega staðreynd um flóttafólk með „vernd" á Grikklandi eða Ítalíu og kalla óskir fólks um endurupptöku mál síns „að ástæðulausu"? Fólkið leitar aðeins að tækifæri til að lifa af. Ég vil endilega heyra útskýringu um þetta atriði frá dómsmálaráðherra. Annað atriði sem mig langar að koma á framfæri er sú staðreynd að nokkrar flóttamannafjölskyldur á Íslandi sem einmitt voru með vernd á Grikklandi fengu mikinn stuðning almennings og samstöðu, enda voru brottvísanir þeirra afturkallaðar og málin þeirra tekin til skoðunar. Hver er skilningur dómsmálayfirvalda á þessum staðreyndum? Viðkomandi breytingartillaga er einmitt til þess gerð að hindra að slíkur dómur almennings skipti máli. Hver er hugmynd dómsmálayfirvalda hér? Er almenningur vitlaus? Er réttlætiskennd almennings einskis virði? Það þarf að útskýra rök dómsmálayfirvalda um þetta atriði betur. Að mínu mati á „vernd“ sem gefur flóttafólki enga möguleika á mannsæmandi lífi, þar sem fólk getur m.a. sótt vinnu, séð fyrir sér, haft aðgang að heilsugæslu sem og öðrum atriðum sem kveðið er um í mannréttindarákvæðum, getur ekki talist „vernd“ í því landi heldur er það fólk sem þjáist ennþá og er raunverulega enn á flótta, þótt að það sé „tæknilega“ með landvistarleyfi. Þess vegna eiga lögin að geyma björgunarákvæði fyrir allar hælisumsóknir. Ég vil einlæglega skora á dómsmálayfirvöld að endurskoða viðkomandi atriði í frumvarpinu. Höfundur er prestur innflytjenda.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun