„Þeir myrtu bróður minn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 08:20 Mótmælandi heldur svínshöfði á lofti í Minneapolis. „Svín“ er níðyrði yfir lögreglumenn, sem einkum hefur verið notað yfir þá í tengslum við ofbeldi af þeirra hálfu í garð svartra Bandaríkjamanna. Star Tribune/Getty Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05