Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson skrifar 28. maí 2020 11:00 Eignayfirfærsla hluthafa í Samherja á hlut sínum í félaginu til afkomenda hefur valdið miklu uppnámi í íslensku samfélagi. Nú eru það ekki nýmæli að börn erfi foreldra sína, hvorki þegar um hlutabréf er að ræða né aðrar eignir. Velti því fyrir mér hvort uppnámið hefði orðið jafnmikið hefðu hluthafarnir bara gefið upp öndina. Reiðin og heiftin virðist vera vegna þess að Samherji hefur aflaheimildir í íslenskri lögsögu. Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum. Því er rétt að rifja upp söguna en hún getur stundum hjálpað okkur að fá eitthvert vit í umræðuna. Sagan í grófum dráttum Þegar kvótakerfinu var komið á höfðu verið frjálsar veiðar á Íslandsmiðum í takmarkaðri auðlind. Veiðar voru óhagkvæmar og offjárfesting var í greininni. Opinberir aðilar voru áberandi í útgerð, einkum bæjarútgerðir, sem kostuðu útsvarsgreiðendur háar fjárhæðir. Útgerðir voru meira og minna á hausnum þótt afli væri mikill. Kallaði það á endalausar gengisfellingar og millifærslusjóði með tilheyrandi kjararýrnun fyrir almenning, sem var óhjákvæmilegt því engin önnur atvinnugrein aflaði okkur gjaldeyris. Við vorum svo lánsöm að farið var úr sóknarmarkskerfi í aflamarkskerfi á árinu 1983, sem í daglegu tali nefnist kvótakerfi. Við þau umskipti voru góð ráð dýr og deilt um hverjum ætti að úthluta aflaheimildum og hvernig. Farin var sú leið að miða við veiðireynslu síðustu ára hjá hverri útgerð. Var það gert að ráði færustu stjórnlagafræðinga, sem töldu að þeir sem höfðu sótt sjóinn ættu stjórnarskrárvarin réttindi til veiða, alveg eins og aðrir sem höfðu nýtt auðlindir sem ekki voru háðar beinum eignarrétti annarra. Þess vegna var talið að einhvers konar uppboðsleið til hæstbjóðanda gengi ekki upp auk þess ekki talið rétt af afhenda örfáum ríkum allan rétt til að nýta auðlindina sem hæstbjóðanda. Síðan gerist það á árinu 1990 að heimilað er framsal aflaheimilda til að auka hagkvæmni greinarinnar og óþarfi er að rekja hversu mikil lukka það var fyrir greinina og þjóðina alla. Sjávarútvegur varð sjálfbær atvinnugrein, sem hefur alið af sér mörg stór og öflug nýsköpunarfyrirtæki. Það sem menn sáu ekki fyrir við kvótakerfið og sérstaklega framsalið, hversu verðmætar aflaheimildirnar urðu. Þeir sem höfðu verið skuldugir upp fyrir haus og barist í bökkum áratugum saman áttu skyndilega eitthvað afgangs og jafnvel talsvert af fé. Það fór illa í marga landsmenn, skiljanlega, jafnvel þótt opinberir aðilar hafi fengið úthlutað mest af kvótanum þegar aflamarkskerfinu var komið á. Aflamarkskerfið hefur verið við lýði síðan þótt margs konar breytingar hafi átt sér stað til að koma til móts við félagsleg-og byggðasjónarmið. Samherji Ólíkt mörgum öðrum útgerðum hafði Samherji litlar sem engar veiðiheimildir í upphafi. Eftir 1990 þegar markaður var kominn með veiðiheimildir tóku Samherjamenn mikla áhættu og keyptu veiðiheimildir jafnt og þétt. Ástæðan væntanlega sú að þeir hafi talið sig geta rekið útgerð betur en margir aðrir. Virðist sú verða raunin og óx fyrirtækið hröðum skrefum. Fyrirtækið keypti einnig útgerðir í öðrum löndum sem og veiðiheimildir og einnig víkkað út starfsemi sína. Hefur verið svo í nokkurn tíma að hagnaður samsteypunnar hefur verið meiri af annarri starfsemi en veiðum á Íslandsmiðum. Ástæða er til að gleðjast yfir velgengni félagsins, ekki bara fyrir hönd hluthafanna, heldur einnig fyrir hönd þjóðarinnar. Hagsmunir þjóðarinnar Nú er það ekki svo að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé meitlað í stein. Það hefur hins vegar reynst vel og sjávarútvegurinn sjálfbær, öfugt við aðrar fiskveiðiþjóðir. Í því felst mestur hagur þjóðarinnar. Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn. Brynjar á Alþingi milli Viðreisnarmannanna Jóns Steinþórs Valdimarssonar og Þorsteins Víglundssonar. Þorsteinn hefur nú látið af þingmennsku.visir/vilhelm Enn fráleitari er sú skoðun að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla. Gamlir stjórnmálamenn og yngri Ég hef ég alltaf haft gaman af gömlum og reynslumiklum stjórnmálamönnum. Legg við hlustir þegar þeir tjá sig og reyni að innbyrða fróðleikinn. Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra. Stjórnmálamenn í dag eru enn meira úti á þekju en þeir eldri. Einn kom með fyrirspurn til forsætisráðherra í vikunni og spurði hvort von væri á frumvarpi um útgerðarfyrirtæki í haust og var tilefnið eignayfirfærsla á hlut í Samherja til afkomenda. Um hvað skyldi þingmaðurinn vera að spyrja? Vill hann breyta erfðalögum eða er þetta bara venjulegt gaspur og lýðsleikjuháttur? Af hverju kemur þetta fólk ekki með frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eða tillögu um nýtt kerfi? Hvað skal gera? Tilfinningar fylgja allri umræðu um nýtingar á auðlindum landsins. Það fer öfugt ofan í marga að einhver hagnist á nýtingu auðlinda og er litið á það sem þjófnað. Það er líka glæpur í hugum margra þegar fyrirtæki verða gjaldþrota, sem hefur verið hlutskipti margra útgerða í gegnum tíðina. Það er vandlifað í íslenskum veruleika. Sjálfur dáist ég af mönnum sem taka áhættu með allt sitt fé með því að kaupa aflaheimildir á markaði samkvæmt leikreglum sem löggjafinn hefur sett. Þeir gerðu það vegna þess að þeir trúðu að þeir gætu byggt upp öflugt Útgerðarfélag Útgerð er áhættusamur rekstur enda ekki á vísan að róa með aflabrögð eða stöðu fiskstofna. Núverandi fiskveiðikerfi er ekki heilagt. Á því hafa verið gerðar minniháttar breytingar í gegnum tíðina og deilt hefur verið um hvort þær séu allar til batnaðar. Ég er opinn fyrir breytingum ef ég sannfærist um að hagsmunir þjóðarinnar sé betur borgið með þeim. Hærri skattur á greinina, sem sumir halda að sé leigugjald, er ekki í þágu hagsmuna þjóðarinnar. Slíkur skattur myndi drepa litlar og meðalstórar útgerðir. Þessi innköllun á aflaheimildum og uppboð á þeim til hæstbjóðanda er ótæk. Í fyrsta lagi er ekki hægt að innkalla þær nema á löngum tíma. Í annan stað, eins og sumir myndu segja, myndi það drepa margar útgerðir, sérstaklega litlu og meðalstóru útgerðirnar. Í þriðja lagi myndi það raska mjög byggðum landsins. Fyrir þá sem aldrei geta lært af reynslunni gætum við tekið upp aftur frjálsar veiðar í sóknarmarkskerfi. Það vilja þeir helst sem hafa selt aflaheimildir sínar og eytt andvirðinu í brask. Svo getum við auðvitað ákveðið að þjóðnýta útgerðirnar og ríki og sveitarfélög fari aftur í útgerð. Þá fer allur arðurinn sannanlega til þjóðarinnar. En þjóðin verður þá að vera tilbúin að greiða tapið, eins og hún gerði áratugum saman þegar ég var ungur maður. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjávarútvegur Samherjaskjölin Brynjar Níelsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Eignayfirfærsla hluthafa í Samherja á hlut sínum í félaginu til afkomenda hefur valdið miklu uppnámi í íslensku samfélagi. Nú eru það ekki nýmæli að börn erfi foreldra sína, hvorki þegar um hlutabréf er að ræða né aðrar eignir. Velti því fyrir mér hvort uppnámið hefði orðið jafnmikið hefðu hluthafarnir bara gefið upp öndina. Reiðin og heiftin virðist vera vegna þess að Samherji hefur aflaheimildir í íslenskri lögsögu. Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum. Því er rétt að rifja upp söguna en hún getur stundum hjálpað okkur að fá eitthvert vit í umræðuna. Sagan í grófum dráttum Þegar kvótakerfinu var komið á höfðu verið frjálsar veiðar á Íslandsmiðum í takmarkaðri auðlind. Veiðar voru óhagkvæmar og offjárfesting var í greininni. Opinberir aðilar voru áberandi í útgerð, einkum bæjarútgerðir, sem kostuðu útsvarsgreiðendur háar fjárhæðir. Útgerðir voru meira og minna á hausnum þótt afli væri mikill. Kallaði það á endalausar gengisfellingar og millifærslusjóði með tilheyrandi kjararýrnun fyrir almenning, sem var óhjákvæmilegt því engin önnur atvinnugrein aflaði okkur gjaldeyris. Við vorum svo lánsöm að farið var úr sóknarmarkskerfi í aflamarkskerfi á árinu 1983, sem í daglegu tali nefnist kvótakerfi. Við þau umskipti voru góð ráð dýr og deilt um hverjum ætti að úthluta aflaheimildum og hvernig. Farin var sú leið að miða við veiðireynslu síðustu ára hjá hverri útgerð. Var það gert að ráði færustu stjórnlagafræðinga, sem töldu að þeir sem höfðu sótt sjóinn ættu stjórnarskrárvarin réttindi til veiða, alveg eins og aðrir sem höfðu nýtt auðlindir sem ekki voru háðar beinum eignarrétti annarra. Þess vegna var talið að einhvers konar uppboðsleið til hæstbjóðanda gengi ekki upp auk þess ekki talið rétt af afhenda örfáum ríkum allan rétt til að nýta auðlindina sem hæstbjóðanda. Síðan gerist það á árinu 1990 að heimilað er framsal aflaheimilda til að auka hagkvæmni greinarinnar og óþarfi er að rekja hversu mikil lukka það var fyrir greinina og þjóðina alla. Sjávarútvegur varð sjálfbær atvinnugrein, sem hefur alið af sér mörg stór og öflug nýsköpunarfyrirtæki. Það sem menn sáu ekki fyrir við kvótakerfið og sérstaklega framsalið, hversu verðmætar aflaheimildirnar urðu. Þeir sem höfðu verið skuldugir upp fyrir haus og barist í bökkum áratugum saman áttu skyndilega eitthvað afgangs og jafnvel talsvert af fé. Það fór illa í marga landsmenn, skiljanlega, jafnvel þótt opinberir aðilar hafi fengið úthlutað mest af kvótanum þegar aflamarkskerfinu var komið á. Aflamarkskerfið hefur verið við lýði síðan þótt margs konar breytingar hafi átt sér stað til að koma til móts við félagsleg-og byggðasjónarmið. Samherji Ólíkt mörgum öðrum útgerðum hafði Samherji litlar sem engar veiðiheimildir í upphafi. Eftir 1990 þegar markaður var kominn með veiðiheimildir tóku Samherjamenn mikla áhættu og keyptu veiðiheimildir jafnt og þétt. Ástæðan væntanlega sú að þeir hafi talið sig geta rekið útgerð betur en margir aðrir. Virðist sú verða raunin og óx fyrirtækið hröðum skrefum. Fyrirtækið keypti einnig útgerðir í öðrum löndum sem og veiðiheimildir og einnig víkkað út starfsemi sína. Hefur verið svo í nokkurn tíma að hagnaður samsteypunnar hefur verið meiri af annarri starfsemi en veiðum á Íslandsmiðum. Ástæða er til að gleðjast yfir velgengni félagsins, ekki bara fyrir hönd hluthafanna, heldur einnig fyrir hönd þjóðarinnar. Hagsmunir þjóðarinnar Nú er það ekki svo að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé meitlað í stein. Það hefur hins vegar reynst vel og sjávarútvegurinn sjálfbær, öfugt við aðrar fiskveiðiþjóðir. Í því felst mestur hagur þjóðarinnar. Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn. Brynjar á Alþingi milli Viðreisnarmannanna Jóns Steinþórs Valdimarssonar og Þorsteins Víglundssonar. Þorsteinn hefur nú látið af þingmennsku.visir/vilhelm Enn fráleitari er sú skoðun að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla. Gamlir stjórnmálamenn og yngri Ég hef ég alltaf haft gaman af gömlum og reynslumiklum stjórnmálamönnum. Legg við hlustir þegar þeir tjá sig og reyni að innbyrða fróðleikinn. Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra. Stjórnmálamenn í dag eru enn meira úti á þekju en þeir eldri. Einn kom með fyrirspurn til forsætisráðherra í vikunni og spurði hvort von væri á frumvarpi um útgerðarfyrirtæki í haust og var tilefnið eignayfirfærsla á hlut í Samherja til afkomenda. Um hvað skyldi þingmaðurinn vera að spyrja? Vill hann breyta erfðalögum eða er þetta bara venjulegt gaspur og lýðsleikjuháttur? Af hverju kemur þetta fólk ekki með frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eða tillögu um nýtt kerfi? Hvað skal gera? Tilfinningar fylgja allri umræðu um nýtingar á auðlindum landsins. Það fer öfugt ofan í marga að einhver hagnist á nýtingu auðlinda og er litið á það sem þjófnað. Það er líka glæpur í hugum margra þegar fyrirtæki verða gjaldþrota, sem hefur verið hlutskipti margra útgerða í gegnum tíðina. Það er vandlifað í íslenskum veruleika. Sjálfur dáist ég af mönnum sem taka áhættu með allt sitt fé með því að kaupa aflaheimildir á markaði samkvæmt leikreglum sem löggjafinn hefur sett. Þeir gerðu það vegna þess að þeir trúðu að þeir gætu byggt upp öflugt Útgerðarfélag Útgerð er áhættusamur rekstur enda ekki á vísan að róa með aflabrögð eða stöðu fiskstofna. Núverandi fiskveiðikerfi er ekki heilagt. Á því hafa verið gerðar minniháttar breytingar í gegnum tíðina og deilt hefur verið um hvort þær séu allar til batnaðar. Ég er opinn fyrir breytingum ef ég sannfærist um að hagsmunir þjóðarinnar sé betur borgið með þeim. Hærri skattur á greinina, sem sumir halda að sé leigugjald, er ekki í þágu hagsmuna þjóðarinnar. Slíkur skattur myndi drepa litlar og meðalstórar útgerðir. Þessi innköllun á aflaheimildum og uppboð á þeim til hæstbjóðanda er ótæk. Í fyrsta lagi er ekki hægt að innkalla þær nema á löngum tíma. Í annan stað, eins og sumir myndu segja, myndi það drepa margar útgerðir, sérstaklega litlu og meðalstóru útgerðirnar. Í þriðja lagi myndi það raska mjög byggðum landsins. Fyrir þá sem aldrei geta lært af reynslunni gætum við tekið upp aftur frjálsar veiðar í sóknarmarkskerfi. Það vilja þeir helst sem hafa selt aflaheimildir sínar og eytt andvirðinu í brask. Svo getum við auðvitað ákveðið að þjóðnýta útgerðirnar og ríki og sveitarfélög fari aftur í útgerð. Þá fer allur arðurinn sannanlega til þjóðarinnar. En þjóðin verður þá að vera tilbúin að greiða tapið, eins og hún gerði áratugum saman þegar ég var ungur maður. Höfundur er alþingismaður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun