Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta stuðning við WHO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 14:16 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins, biðlaði til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. EPA/OLIVIER HOSLET Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO, vegna viðbragða stofnunarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Evrópusambandið hvatti Bandaríkin til þessa í dag. „Á tímum þessarar alþjóðlegu ógnar er tími til að auka samstarf og vinna að sameiginlegum lausnum. Aðgerðir sem veikja alþjóðlegar lausnir verður að forðast,“ sögðu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins og Josep Borrel, æðsti diplómat Evrópusambandsins, í yfirlýsingu. „Þess vegna hvetjum við Bandaríkin að endurmeta yfirlýsta ákvörðun sína,“ sagði í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti ákvörðunina í gær. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Á blaðamannafundi í gær sagði Trump að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu sinni til stofnunarinnar og hafi beitt hana þrýstingi til að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum jafnframt um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100 þúsund dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heim. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO. Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Kína Tengdar fréttir Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. 26. maí 2020 09:10 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21. maí 2020 14:14 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO, vegna viðbragða stofnunarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Evrópusambandið hvatti Bandaríkin til þessa í dag. „Á tímum þessarar alþjóðlegu ógnar er tími til að auka samstarf og vinna að sameiginlegum lausnum. Aðgerðir sem veikja alþjóðlegar lausnir verður að forðast,“ sögðu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins og Josep Borrel, æðsti diplómat Evrópusambandsins, í yfirlýsingu. „Þess vegna hvetjum við Bandaríkin að endurmeta yfirlýsta ákvörðun sína,“ sagði í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti ákvörðunina í gær. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Á blaðamannafundi í gær sagði Trump að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu sinni til stofnunarinnar og hafi beitt hana þrýstingi til að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum jafnframt um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100 þúsund dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heim. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO.
Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Kína Tengdar fréttir Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. 26. maí 2020 09:10 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21. maí 2020 14:14 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. 26. maí 2020 09:10
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41
Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21. maí 2020 14:14