Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2020 14:23 Tveir lögregluþjónar hafa verið reknir og þrír færðir úr starfi vegna handtöku í Atlanta á laugardagskvöld. Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. Hópur lögregluþjóna handtók tvo háskólanemendur á laugardaginn og voru birt myndbönd af þeim brjóta rúður í bíl þeirra, stinga á dekk bílsins og beita rafbyssum gegn nemendunum, sem báðir eru svartir. Vinirnir voru í bíl á leið úr miðbæ Atlanta eftir að útgöngubann tók gildi klukkan níu á laugardagskvöldið. Myndbönd sýna að Messiah Young, sem ók bílnum, tók mynd eða myndband af lögregluþjónum þar sem þeir voru að handtaka einhvern. Á þeim tímapunkti var mikil umferð á götunni. Þá kölluðu lögregluþjónarnir á hann og spurðu hvort hann vildi enda í fangelsi. Hann skiptis á orðum við nokkra lögregluþjóna og keyrði rólega áfram með umferðinni. Einn lögregluþjónn gekk með honum og hélt áfram að tala við hann. Sá reyndi svo að draga Young út úr bílnum en hann reyndi að keyra í burtu. Hópur lögregluþjóna hljóp hann þó uppi, þar sem hann gat ekki keyrt á brott sökum umferðar. Lögregluþjónn opnaði hurðina farþega megin og skaut Taniyu Pilgrim með rafbyssu. Því næst stungu þeir á dekk bílsins og brutu rúðuna bílstjóramegin. Lögregluþjónarnir brutu að endingu rúðuna bílstjóramegin og skjóta Young einnig með rafbyssu. Sagði ljóst að þeir þyrftu að fjúka Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, segir ljóst að lögregluþjónarnir hafi farið fram úr sér og beitt of miklu valdi. Hún hefur þar að auki látið fella niður ákærur gegn Young. „Þegar ég horfði á myndbandið varð strax ljóst að varðandi ungu konuna var valdbeitingin úr hófi. Mér varð einnig ljóst að lögregluþjónninn sem skaut unga manninn þurfti einnig að fjúka,“ hefur CNN eftir Bottoms. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Þrír aðrir hafa verið færðir til í starfi. Myndband úr vestismyndavél annars lögregluþjónsins má sjá hér að neðan. Samskipti þeirra og Young hefjast eftir um tvær og hálfar mínútur. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. Hópur lögregluþjóna handtók tvo háskólanemendur á laugardaginn og voru birt myndbönd af þeim brjóta rúður í bíl þeirra, stinga á dekk bílsins og beita rafbyssum gegn nemendunum, sem báðir eru svartir. Vinirnir voru í bíl á leið úr miðbæ Atlanta eftir að útgöngubann tók gildi klukkan níu á laugardagskvöldið. Myndbönd sýna að Messiah Young, sem ók bílnum, tók mynd eða myndband af lögregluþjónum þar sem þeir voru að handtaka einhvern. Á þeim tímapunkti var mikil umferð á götunni. Þá kölluðu lögregluþjónarnir á hann og spurðu hvort hann vildi enda í fangelsi. Hann skiptis á orðum við nokkra lögregluþjóna og keyrði rólega áfram með umferðinni. Einn lögregluþjónn gekk með honum og hélt áfram að tala við hann. Sá reyndi svo að draga Young út úr bílnum en hann reyndi að keyra í burtu. Hópur lögregluþjóna hljóp hann þó uppi, þar sem hann gat ekki keyrt á brott sökum umferðar. Lögregluþjónn opnaði hurðina farþega megin og skaut Taniyu Pilgrim með rafbyssu. Því næst stungu þeir á dekk bílsins og brutu rúðuna bílstjóramegin. Lögregluþjónarnir brutu að endingu rúðuna bílstjóramegin og skjóta Young einnig með rafbyssu. Sagði ljóst að þeir þyrftu að fjúka Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, segir ljóst að lögregluþjónarnir hafi farið fram úr sér og beitt of miklu valdi. Hún hefur þar að auki látið fella niður ákærur gegn Young. „Þegar ég horfði á myndbandið varð strax ljóst að varðandi ungu konuna var valdbeitingin úr hófi. Mér varð einnig ljóst að lögregluþjónninn sem skaut unga manninn þurfti einnig að fjúka,“ hefur CNN eftir Bottoms. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Þrír aðrir hafa verið færðir til í starfi. Myndband úr vestismyndavél annars lögregluþjónsins má sjá hér að neðan. Samskipti þeirra og Young hefjast eftir um tvær og hálfar mínútur.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59
Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent