„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. júní 2020 22:58 Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“ Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58