Hafna hugmyndum forsetans um að herinn verði látinn kveða niður mótmælin Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. júní 2020 06:46 Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum eru ósammála hugmyndum forsetans um að herinn eigi að hafa aðkomu að viðbrögðum við mótmælunum. Chip Somodevilla/Getty Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa þegar slegið út af borðinu þá hugmynd Trump Bandaríkjaforseta að hermenn verði sendir út á götur borga til að kveða niður mótmælaölduna í landinu en þar hefur nú verið mótmælt í sjö daga í röð. Þjóðvarðliðið, flokkar sjálfboðaliða, hafa þegar verið sendir á vettvang en öðru máli þykir gegna um atvinnuhermenn, sem Trump hótaði í gær að yrði beitt gegn mótmælendunum. Það er enda í bága við bandarísk lög að beita hermönnum á bandarískri grund, nema með sérstakri lagasetningu og hefur slíkum úrræðum örsjaldan verið beitt í sögu landsins. Ríkisstjórarnir sem hafa mótmælt hugmynd forsetans eru allir úr röðum Demókrata og segir J.B Pristzker, ríkisstjóri í Illinois til að mynda, að hann efist um að forsetinn hafi vald til að senda herinn inn í ríkið. Hann sakar Trump einnig um að hella olíu á eldinn með tali um beitingu hersins, í stað þess að reyna að lægja öldurnar. Þá hefur Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagt að ríkið eigi þess kost að nýta sér 13 þúsund þjóðvarðliða, hvenær sem þurfa þyki. Hann vill ekki notast við bandaríska herinn, eins og Trump hefur talað um. „Ég segi takk, en nei takk,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cuomo. Mótmæli næturinnar hafa haldið áfram víðast hvar en útgöngubann er í gildi í fjörutíu borgum í næstum öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í St. Louis eru fjórir lögreglumenn særðir eftir að hafa orðið fyrir skotum, en ekki er talið að þeir séu í lífshættu og í Buffalo í New York ríki slösuðust tveir lögreglumenn þegar ekið var á þá. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26 Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa þegar slegið út af borðinu þá hugmynd Trump Bandaríkjaforseta að hermenn verði sendir út á götur borga til að kveða niður mótmælaölduna í landinu en þar hefur nú verið mótmælt í sjö daga í röð. Þjóðvarðliðið, flokkar sjálfboðaliða, hafa þegar verið sendir á vettvang en öðru máli þykir gegna um atvinnuhermenn, sem Trump hótaði í gær að yrði beitt gegn mótmælendunum. Það er enda í bága við bandarísk lög að beita hermönnum á bandarískri grund, nema með sérstakri lagasetningu og hefur slíkum úrræðum örsjaldan verið beitt í sögu landsins. Ríkisstjórarnir sem hafa mótmælt hugmynd forsetans eru allir úr röðum Demókrata og segir J.B Pristzker, ríkisstjóri í Illinois til að mynda, að hann efist um að forsetinn hafi vald til að senda herinn inn í ríkið. Hann sakar Trump einnig um að hella olíu á eldinn með tali um beitingu hersins, í stað þess að reyna að lægja öldurnar. Þá hefur Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagt að ríkið eigi þess kost að nýta sér 13 þúsund þjóðvarðliða, hvenær sem þurfa þyki. Hann vill ekki notast við bandaríska herinn, eins og Trump hefur talað um. „Ég segi takk, en nei takk,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cuomo. Mótmæli næturinnar hafa haldið áfram víðast hvar en útgöngubann er í gildi í fjörutíu borgum í næstum öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í St. Louis eru fjórir lögreglumenn særðir eftir að hafa orðið fyrir skotum, en ekki er talið að þeir séu í lífshættu og í Buffalo í New York ríki slösuðust tveir lögreglumenn þegar ekið var á þá.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26 Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00
Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18