Mótmæli næturinnar að mestu friðsamleg Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. júní 2020 06:48 „Ef þið hélduð friðinn þyrftum við ekki að mótmæla.“ Mótmælendur í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, með skilaboð til lögreglunnar í Bandaríkjunum. Jacquelyn Martin/AP Mótmæli héldu áfram í nótt í Bandaríkjunum þrátt fyrir útgöngubann í fjölda borga. Að þessu sinni fóru aðgerðirnar þó að mestu friðsamlega fram en þetta er áttunda nóttin í röð þar sem fólkið mótmælir lögregluofbeldi í kjölfarið á morðinu á George Floyd í Minneapolis í Minnesota. Þúsundir komu saman í Houston í Texas í kröfugöngu og þar voru fjölskyldumeðlimir George Floyd á meðal göngumanna. Trump forseti hefur hótað að beita hermönnum gegn mótmælendum og um sextán hundruð slíkir hafa verið sendir til höfuðborgarinnar Washington þar sem þeir eru í viðbragðsstöðu. Í Buffalo í New York ríki hefur kona verið ákærð fyrir að stofna lífi lögreglumanna í hættu en á mánudagsnótt ók hún bíl sínum inn í hóp þeirra og eru þrír slasaðir. Óttast að kórónuveiran taki stökk Sérfræðingar óttast að mótmælaaldan verði til þess að kórónuveirufaraldurinn taki kipp upp á við en AP fréttastofan greinir frá því að fjöldamótmæli hafi farið fram í öllum þeim 25 borgum í Bandaríkjunum þar sem nýsmit kórónuveirunnar hafa verið flest síðustu daga. Því er óttast að nýjum smitum á svæðunum eigi eftir að fjölga enn meira. Nú eru staðfest smit í Bandaríkjunum 1.8 milljónir og um 106 þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran getur valdið. Bandaríkin Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Mótmæli héldu áfram í nótt í Bandaríkjunum þrátt fyrir útgöngubann í fjölda borga. Að þessu sinni fóru aðgerðirnar þó að mestu friðsamlega fram en þetta er áttunda nóttin í röð þar sem fólkið mótmælir lögregluofbeldi í kjölfarið á morðinu á George Floyd í Minneapolis í Minnesota. Þúsundir komu saman í Houston í Texas í kröfugöngu og þar voru fjölskyldumeðlimir George Floyd á meðal göngumanna. Trump forseti hefur hótað að beita hermönnum gegn mótmælendum og um sextán hundruð slíkir hafa verið sendir til höfuðborgarinnar Washington þar sem þeir eru í viðbragðsstöðu. Í Buffalo í New York ríki hefur kona verið ákærð fyrir að stofna lífi lögreglumanna í hættu en á mánudagsnótt ók hún bíl sínum inn í hóp þeirra og eru þrír slasaðir. Óttast að kórónuveiran taki stökk Sérfræðingar óttast að mótmælaaldan verði til þess að kórónuveirufaraldurinn taki kipp upp á við en AP fréttastofan greinir frá því að fjöldamótmæli hafi farið fram í öllum þeim 25 borgum í Bandaríkjunum þar sem nýsmit kórónuveirunnar hafa verið flest síðustu daga. Því er óttast að nýjum smitum á svæðunum eigi eftir að fjölga enn meira. Nú eru staðfest smit í Bandaríkjunum 1.8 milljónir og um 106 þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran getur valdið.
Bandaríkin Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira