Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 13:11 Hydroxychloroquine hefur í sumum tilfellum verið notað gegn Covid-19 en ekki hefur verið sýnt fram á virkni þess. AP/John Locher Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á annað hundrað lækna skrifuðu opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Rannsóknin byggði á heilbrigðisupplýsingum um 96.000 manns sem höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 frá litlu bandarísku fyrirtæki, Surgisphere. Hún var ekki hefðbundin klínísk tilraun þar sem virkni malaríulyfsins var borin saman við lyfleysu eða önnur lyf. Ritstjórn læknaritsins New England Journal of Medicine hefur einnig lýst áhyggjum af gæðum annarrar rannsóknar um að blóðþrýstingslyf yki ekki hættu á dauðsföllum úr Covid-19 sem byggði á gögnum sama fyrirtækis og sem hafði sama aðalhöfund. Mandeep Mehra, aðalhöfundur rannsókninna og prófessor í læknisfræði við læknaskóla Harvard-háskóla, segir að réttlætanlegt hafi verið að nota gögn Surgisphere á meðan annarra klínískra gagna sé beðið. „Ég bíð með óþreyju eftir niðurstöðum óháðra endurskoðenda en niðurstöður þeirra verða grundvöllur frekari aðgerða,“ sagði Mehra í yfirlýsingu í kjölfar athugasemda Lancet. Surgisphere segist standa við áreiðanleika gagna sinna en stofnandi fyrirtækisins er á meðal meðhöfunda Mehra að rannsókninni á malaríulyfinu. Í yfirlýsingu lagði fyrirtækið þó áherslu á að gögn þess kæmu ekki í staðinn fyrir ítarlegar tilraunir með lyf, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump forseti hefur haldið hydroxichloroquine mjög á lofti sem lausn við kórónuveirufaraldrinum. Hann olli töluverður fjaðrafoki á dögunum þegar hann hélt því fram að hann hefði tekið lyfið inn að undanförnu þrátt fyrir að hann hafi ekki greinst smitaður af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á annað hundrað lækna skrifuðu opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Rannsóknin byggði á heilbrigðisupplýsingum um 96.000 manns sem höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 frá litlu bandarísku fyrirtæki, Surgisphere. Hún var ekki hefðbundin klínísk tilraun þar sem virkni malaríulyfsins var borin saman við lyfleysu eða önnur lyf. Ritstjórn læknaritsins New England Journal of Medicine hefur einnig lýst áhyggjum af gæðum annarrar rannsóknar um að blóðþrýstingslyf yki ekki hættu á dauðsföllum úr Covid-19 sem byggði á gögnum sama fyrirtækis og sem hafði sama aðalhöfund. Mandeep Mehra, aðalhöfundur rannsókninna og prófessor í læknisfræði við læknaskóla Harvard-háskóla, segir að réttlætanlegt hafi verið að nota gögn Surgisphere á meðan annarra klínískra gagna sé beðið. „Ég bíð með óþreyju eftir niðurstöðum óháðra endurskoðenda en niðurstöður þeirra verða grundvöllur frekari aðgerða,“ sagði Mehra í yfirlýsingu í kjölfar athugasemda Lancet. Surgisphere segist standa við áreiðanleika gagna sinna en stofnandi fyrirtækisins er á meðal meðhöfunda Mehra að rannsókninni á malaríulyfinu. Í yfirlýsingu lagði fyrirtækið þó áherslu á að gögn þess kæmu ekki í staðinn fyrir ítarlegar tilraunir með lyf, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump forseti hefur haldið hydroxichloroquine mjög á lofti sem lausn við kórónuveirufaraldrinum. Hann olli töluverður fjaðrafoki á dögunum þegar hann hélt því fram að hann hefði tekið lyfið inn að undanförnu þrátt fyrir að hann hafi ekki greinst smitaður af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41
Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25