Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 13:11 Hydroxychloroquine hefur í sumum tilfellum verið notað gegn Covid-19 en ekki hefur verið sýnt fram á virkni þess. AP/John Locher Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á annað hundrað lækna skrifuðu opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Rannsóknin byggði á heilbrigðisupplýsingum um 96.000 manns sem höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 frá litlu bandarísku fyrirtæki, Surgisphere. Hún var ekki hefðbundin klínísk tilraun þar sem virkni malaríulyfsins var borin saman við lyfleysu eða önnur lyf. Ritstjórn læknaritsins New England Journal of Medicine hefur einnig lýst áhyggjum af gæðum annarrar rannsóknar um að blóðþrýstingslyf yki ekki hættu á dauðsföllum úr Covid-19 sem byggði á gögnum sama fyrirtækis og sem hafði sama aðalhöfund. Mandeep Mehra, aðalhöfundur rannsókninna og prófessor í læknisfræði við læknaskóla Harvard-háskóla, segir að réttlætanlegt hafi verið að nota gögn Surgisphere á meðan annarra klínískra gagna sé beðið. „Ég bíð með óþreyju eftir niðurstöðum óháðra endurskoðenda en niðurstöður þeirra verða grundvöllur frekari aðgerða,“ sagði Mehra í yfirlýsingu í kjölfar athugasemda Lancet. Surgisphere segist standa við áreiðanleika gagna sinna en stofnandi fyrirtækisins er á meðal meðhöfunda Mehra að rannsókninni á malaríulyfinu. Í yfirlýsingu lagði fyrirtækið þó áherslu á að gögn þess kæmu ekki í staðinn fyrir ítarlegar tilraunir með lyf, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump forseti hefur haldið hydroxichloroquine mjög á lofti sem lausn við kórónuveirufaraldrinum. Hann olli töluverður fjaðrafoki á dögunum þegar hann hélt því fram að hann hefði tekið lyfið inn að undanförnu þrátt fyrir að hann hafi ekki greinst smitaður af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á annað hundrað lækna skrifuðu opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Rannsóknin byggði á heilbrigðisupplýsingum um 96.000 manns sem höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 frá litlu bandarísku fyrirtæki, Surgisphere. Hún var ekki hefðbundin klínísk tilraun þar sem virkni malaríulyfsins var borin saman við lyfleysu eða önnur lyf. Ritstjórn læknaritsins New England Journal of Medicine hefur einnig lýst áhyggjum af gæðum annarrar rannsóknar um að blóðþrýstingslyf yki ekki hættu á dauðsföllum úr Covid-19 sem byggði á gögnum sama fyrirtækis og sem hafði sama aðalhöfund. Mandeep Mehra, aðalhöfundur rannsókninna og prófessor í læknisfræði við læknaskóla Harvard-háskóla, segir að réttlætanlegt hafi verið að nota gögn Surgisphere á meðan annarra klínískra gagna sé beðið. „Ég bíð með óþreyju eftir niðurstöðum óháðra endurskoðenda en niðurstöður þeirra verða grundvöllur frekari aðgerða,“ sagði Mehra í yfirlýsingu í kjölfar athugasemda Lancet. Surgisphere segist standa við áreiðanleika gagna sinna en stofnandi fyrirtækisins er á meðal meðhöfunda Mehra að rannsókninni á malaríulyfinu. Í yfirlýsingu lagði fyrirtækið þó áherslu á að gögn þess kæmu ekki í staðinn fyrir ítarlegar tilraunir með lyf, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump forseti hefur haldið hydroxichloroquine mjög á lofti sem lausn við kórónuveirufaraldrinum. Hann olli töluverður fjaðrafoki á dögunum þegar hann hélt því fram að hann hefði tekið lyfið inn að undanförnu þrátt fyrir að hann hafi ekki greinst smitaður af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41
Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25