Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 11:44 Bráðnunarvatn á Grænlandsjökli nærri Ilulissat á Vestur-Grænlandi í ágúst í fyrra. Mikil bráðnun varð á jöklinum í fyrra og hófst hún óvenjusnemma líkt og í ár. Vísir/Getty Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar. Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar.
Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31