„I can't breathe“ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2020 19:00 Þessi grímuklædda unga kona tók þátt í mótmælum í Houston. Á grímunni eru ein hinstu orð George Floyd og Erics Garner. AP/Yi-chin Lee I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira