Segir ekkert koma í veg fyrir VAR á Íslandi annað en ákvörðunartökuna Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 19:30 Rikki G og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson í VAR-herberginu þar sem leikur KR og Víkings R. var til skoðunar. MYND/STÖÐ 2 Á meðan á leik KR og Víkings R. stóð í meistarakeppni KSÍ í gærkvöld prófuðu starfsmenn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins OZ myndbandsdómarakerfi sitt. Það verður hugsanlega notað í íslenska boltanum á næstu árum. Milliríkjadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn þeirra sem vinna að gerð VAR-kerfis OZ og hann segir í raun aðallega vanta skýra ákvörðun íslensku knattspyrnuforystunnar svo að VAR verði tekið í notkun í íslenska boltanum. Rikki G heimsótti Vilhjálm í „VAR-herbergið“ í Sportpakkanum á Stöð 2: „Við sýndum fram á það í gær að við gátum verið með VAR-kerfi í gangi en engin samskipti við dómara eða áhrif á leikinn. Við vorum bara að vinna með myndbandsefnið. En það sem þarf að gera er að knattspyrnusambönd þurfa að sækja um að fá að innleiða VAR, og þá fer ferli í gang með FIFA og IFAB, og þá þarf að fara af stað þjálfun dómara því það er ekki bara hægt að ýta á play og byrja með VAR. En við sjáum að það er í raun ekkert sem stoppar annað en ákvörðunartakan,“ segir Vilhjálmur. Ekki notað á leikjum í sumar Aðspurður segir Vilhjálmur þó ekki inni í myndinni að VAR verði notað á einstaka leikjum hér á landi í sumar. „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt. Það verður alla vega ekki neinn leikur í sumar þar sem að VAR mun hjálpa dómaranum með því að leggja til leiðréttingu á ákvörðun, en vonandi getum við haldið áfram að prófa búnaðinn okkar og gera hann ennþá betri og tilbúnari fyrir Ísland og önnur lönd,“ segir Vilhjálmur. Nú þegar VAR hefur verið tekið í notkun í fjölda knattspyrnudeilda um allan heim stefnir OZ að því að skapa sér pláss á markaðnum með sinni lausn. „Við erum í samskiptum við ýmis sambönd og vonandi sjáum við okkar kerfi notað á sem flestum stöðum úti í heimi í framtíðinni,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Sportpakkinn - Prófuðu sig áfram með VAR á leik KR og Víkings Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Á meðan á leik KR og Víkings R. stóð í meistarakeppni KSÍ í gærkvöld prófuðu starfsmenn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins OZ myndbandsdómarakerfi sitt. Það verður hugsanlega notað í íslenska boltanum á næstu árum. Milliríkjadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn þeirra sem vinna að gerð VAR-kerfis OZ og hann segir í raun aðallega vanta skýra ákvörðun íslensku knattspyrnuforystunnar svo að VAR verði tekið í notkun í íslenska boltanum. Rikki G heimsótti Vilhjálm í „VAR-herbergið“ í Sportpakkanum á Stöð 2: „Við sýndum fram á það í gær að við gátum verið með VAR-kerfi í gangi en engin samskipti við dómara eða áhrif á leikinn. Við vorum bara að vinna með myndbandsefnið. En það sem þarf að gera er að knattspyrnusambönd þurfa að sækja um að fá að innleiða VAR, og þá fer ferli í gang með FIFA og IFAB, og þá þarf að fara af stað þjálfun dómara því það er ekki bara hægt að ýta á play og byrja með VAR. En við sjáum að það er í raun ekkert sem stoppar annað en ákvörðunartakan,“ segir Vilhjálmur. Ekki notað á leikjum í sumar Aðspurður segir Vilhjálmur þó ekki inni í myndinni að VAR verði notað á einstaka leikjum hér á landi í sumar. „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt. Það verður alla vega ekki neinn leikur í sumar þar sem að VAR mun hjálpa dómaranum með því að leggja til leiðréttingu á ákvörðun, en vonandi getum við haldið áfram að prófa búnaðinn okkar og gera hann ennþá betri og tilbúnari fyrir Ísland og önnur lönd,“ segir Vilhjálmur. Nú þegar VAR hefur verið tekið í notkun í fjölda knattspyrnudeilda um allan heim stefnir OZ að því að skapa sér pláss á markaðnum með sinni lausn. „Við erum í samskiptum við ýmis sambönd og vonandi sjáum við okkar kerfi notað á sem flestum stöðum úti í heimi í framtíðinni,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Sportpakkinn - Prófuðu sig áfram með VAR á leik KR og Víkings
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45
Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00