Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 12:00 Andrés Bretaprins segist vilja ræða við saksóknara en saksóknarar segja hann ítrekað hafa neitað viðtali. AP/Sakchai Lalit Andrés Bretaprins hefur minnst þrisvar sinnum boðist til að aðstoða saksóknara við rannsókn þeirra á umfangsmiklum kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. Þetta segja lögmenn prinsins og segja þeir að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sé að leita athygli og hafi ekki þáð þau boð Andrésar. Saksóknarar vestanhafs segja þó það fjarri sannleikanum að Andrés hafi verið samvinnuþýður. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum lögðu nýverið fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés vegna rannsóknar þeirra. Andrés prins var á meðal vina Epstein en prinsinn hefur verið sakaður um kynferðisbrot í tengslum við mál Epstein, sem lést í varðhaldi í New York 10. ágúst síðastliðinn. Andrés hefur hafnað öllum ásökunum gegn sér en hefur dregið sig úr sviðsljósinu og frá störfum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar vegna málsins. Þó hann hafi sjálfur verið sakaður um brot segja embættismenn að Andrés sé eingöngu vitni og komi ekki að rannsókninni með öðrum hætti. Rannsakendur hafa reynt að ræða við hann í marga mánuði. Sjá einnig: Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Í kjölfar þess að beiðnin var opinberuð sendu lögmenn prinsins frá sér yfirlýsingu um vilja hans til að aðstoða. Hann hefði minnst þrisvar sinnum boðist til að ræða við saksóknara á þessu ári. „Því miður brást ráðuneytið við fyrstu tveimur boðunum með því að brjóta gegn eigin trúnaðarreglum og halda því fram að hertoginn hafi neitað að aðstoða,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð einnig að mögulega sæktust umræddir saksóknarar eftir umfjöllun frekar en að vilja í raun ræða við Andrés. Geoffrey S. Berman, saksóknari í New York, svaraði um hæl og með eigin yfirlýsingu. „Í dag, reyndi Andrés Bretaprins enn einu sinni að draga upp falska mynd af sér sem viljugum til að aðstoða við yfirstandandi rannsókn á kynferðisbrotum og tengdum glæpum,“ sagði Berman. Hann sagði Andrés hafa ítrekað neitað viðtali og þar að auki hafi sömu lögmenn og séu nú að halda því fram að Andrés hafi ávallt verið samvinnufús, fyrir um fjórum mánuðum lýst því yfir að prinsinn myndi aldrei mæta í viðtal. Berman sagði að ef prinsinum væri í raun alvara væru dyr hans alltaf opnar. Lögmenn Andrésar neituðu að tjá sig frekar við BBC en á vef miðilsins er haft eftir heimildarmanni úr búðum prinsins að þetta sé í þriðja sinn sem Berman brjóti eigin trúnaðarreglur og það geri lögmönnum Andrésar erfitt með að sjá fyrir sér að saksóknarar í Bandaríkjunum muni standa við þeirra eigin orð. Bretland Bandaríkin Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Andrés Bretaprins hefur minnst þrisvar sinnum boðist til að aðstoða saksóknara við rannsókn þeirra á umfangsmiklum kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. Þetta segja lögmenn prinsins og segja þeir að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sé að leita athygli og hafi ekki þáð þau boð Andrésar. Saksóknarar vestanhafs segja þó það fjarri sannleikanum að Andrés hafi verið samvinnuþýður. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum lögðu nýverið fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés vegna rannsóknar þeirra. Andrés prins var á meðal vina Epstein en prinsinn hefur verið sakaður um kynferðisbrot í tengslum við mál Epstein, sem lést í varðhaldi í New York 10. ágúst síðastliðinn. Andrés hefur hafnað öllum ásökunum gegn sér en hefur dregið sig úr sviðsljósinu og frá störfum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar vegna málsins. Þó hann hafi sjálfur verið sakaður um brot segja embættismenn að Andrés sé eingöngu vitni og komi ekki að rannsókninni með öðrum hætti. Rannsakendur hafa reynt að ræða við hann í marga mánuði. Sjá einnig: Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Í kjölfar þess að beiðnin var opinberuð sendu lögmenn prinsins frá sér yfirlýsingu um vilja hans til að aðstoða. Hann hefði minnst þrisvar sinnum boðist til að ræða við saksóknara á þessu ári. „Því miður brást ráðuneytið við fyrstu tveimur boðunum með því að brjóta gegn eigin trúnaðarreglum og halda því fram að hertoginn hafi neitað að aðstoða,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð einnig að mögulega sæktust umræddir saksóknarar eftir umfjöllun frekar en að vilja í raun ræða við Andrés. Geoffrey S. Berman, saksóknari í New York, svaraði um hæl og með eigin yfirlýsingu. „Í dag, reyndi Andrés Bretaprins enn einu sinni að draga upp falska mynd af sér sem viljugum til að aðstoða við yfirstandandi rannsókn á kynferðisbrotum og tengdum glæpum,“ sagði Berman. Hann sagði Andrés hafa ítrekað neitað viðtali og þar að auki hafi sömu lögmenn og séu nú að halda því fram að Andrés hafi ávallt verið samvinnufús, fyrir um fjórum mánuðum lýst því yfir að prinsinn myndi aldrei mæta í viðtal. Berman sagði að ef prinsinum væri í raun alvara væru dyr hans alltaf opnar. Lögmenn Andrésar neituðu að tjá sig frekar við BBC en á vef miðilsins er haft eftir heimildarmanni úr búðum prinsins að þetta sé í þriðja sinn sem Berman brjóti eigin trúnaðarreglur og það geri lögmönnum Andrésar erfitt með að sjá fyrir sér að saksóknarar í Bandaríkjunum muni standa við þeirra eigin orð.
Bretland Bandaríkin Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06
Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15
Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“