Fimm hundruð minnast Floyd í Houston Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2020 18:30 Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. Minningarathöfn, opin almenningi, fór fram í Houston í gær en í dag safnast vinir og fjölskylda hins látna saman í kirkju í borginni til þess að kveðja Floyd. Mikill fjöldi hafði safnast saman fyrir utan kirkjuna þegar líkkistan var borin inn. Philonise Floyd, bróðir hins látna, þakkaði gestum minningarathafnar gærdagsins kærlega fyrir í nótt og minnti á að vandinn væri stærri en dauði Floyds. „Þetta er stærra en George núna. Þetta snýst um að fólk þurfi ekki að vera hrætt við lögregluna lengur,“ sagði hann. Ræðumenn minnast Floyds Þó nokkrir hafa þegar haldið ræðu við athöfnina. Al Green, svartur öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Texas, sagði jarðarförina sýna að Floyd hafi skipt marga máli. „Eini glæpur hans var að fæðast svartur. Það var hans eini glæpur. George Floyd átti skilið að njóta sömu virðingar og allir aðrir, enda erum við öll börn Guðs. Það er afar ósanngjarnt að við skulum vera hér saman komin, en í dag viljum við fagna lífi George Floyd,“ sagði Green. Myndband frá Joe Biden, væntanlegum forsetaframbjóðanda Demókrata, var spilað í kirkjunni. Þar sagði Biden að Bandaríkjamenn mættu ekki snúa baki við þessu mikilvæga augnabliki. „Við getum ekki hundað þá kynþáttafordóma sem hrjá bandaríska sál lengur,“ sagði þessi fyrrverandi varaforseti. Þögn í Minnesota Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, gaf í dag út tilskipun um átta mínútna og fjörutíu og sex sekúndna þögn í ríkinu í minningu Floyds. Sum sé jafnlengi og lögregluþjónninn Derek Chauvin, sem hefur verið ákærður fyrir morð, kraup á hálsi Floyds. Forsetinn segir mótmælanda leiða lögregluna í gildru Ekkert lát er á mótmælum gegn lögregluofbeldi sem kviknuðu eftir atvikið í Minneapolis. Lögregluþjónar víðs vegar um Bandaríkin hafa gengið hart fram og meðal annars nást á myndband við það að beita mótmælendur ofbeldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið sem við sjáum hér á Twitter í dag. Tveir lögregluþjónar í Buffalo ýttu karlmanni á áttræðisaldri í götuna í síðustu viku og er hann enn á sjúkrahúsi eftir atvikið. Trump sagði mögulegt að maðurinn hefði reynt að leggja gildru fyrir lögreglu og þóst detta. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. Minningarathöfn, opin almenningi, fór fram í Houston í gær en í dag safnast vinir og fjölskylda hins látna saman í kirkju í borginni til þess að kveðja Floyd. Mikill fjöldi hafði safnast saman fyrir utan kirkjuna þegar líkkistan var borin inn. Philonise Floyd, bróðir hins látna, þakkaði gestum minningarathafnar gærdagsins kærlega fyrir í nótt og minnti á að vandinn væri stærri en dauði Floyds. „Þetta er stærra en George núna. Þetta snýst um að fólk þurfi ekki að vera hrætt við lögregluna lengur,“ sagði hann. Ræðumenn minnast Floyds Þó nokkrir hafa þegar haldið ræðu við athöfnina. Al Green, svartur öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Texas, sagði jarðarförina sýna að Floyd hafi skipt marga máli. „Eini glæpur hans var að fæðast svartur. Það var hans eini glæpur. George Floyd átti skilið að njóta sömu virðingar og allir aðrir, enda erum við öll börn Guðs. Það er afar ósanngjarnt að við skulum vera hér saman komin, en í dag viljum við fagna lífi George Floyd,“ sagði Green. Myndband frá Joe Biden, væntanlegum forsetaframbjóðanda Demókrata, var spilað í kirkjunni. Þar sagði Biden að Bandaríkjamenn mættu ekki snúa baki við þessu mikilvæga augnabliki. „Við getum ekki hundað þá kynþáttafordóma sem hrjá bandaríska sál lengur,“ sagði þessi fyrrverandi varaforseti. Þögn í Minnesota Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, gaf í dag út tilskipun um átta mínútna og fjörutíu og sex sekúndna þögn í ríkinu í minningu Floyds. Sum sé jafnlengi og lögregluþjónninn Derek Chauvin, sem hefur verið ákærður fyrir morð, kraup á hálsi Floyds. Forsetinn segir mótmælanda leiða lögregluna í gildru Ekkert lát er á mótmælum gegn lögregluofbeldi sem kviknuðu eftir atvikið í Minneapolis. Lögregluþjónar víðs vegar um Bandaríkin hafa gengið hart fram og meðal annars nást á myndband við það að beita mótmælendur ofbeldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið sem við sjáum hér á Twitter í dag. Tveir lögregluþjónar í Buffalo ýttu karlmanni á áttræðisaldri í götuna í síðustu viku og er hann enn á sjúkrahúsi eftir atvikið. Trump sagði mögulegt að maðurinn hefði reynt að leggja gildru fyrir lögreglu og þóst detta.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira