Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 22:46 Fyrir sumum er fáni Suðurríkjasambandsins tákn um kynþáttahyggju. Aðrir segja að hann sé aðeins merki um þjóðarstolt suðurríkjafólks. Vísir/EPA Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Mike Gilday, flotaforingi, segist hafa skipað starfsliði sínu að semja reglurnar sem næði til allra opinberra rýma og vinnusvæða í stöðvum flotans, skipum, flugvélum og kafbátum. Reglunum er ætlað að tryggja samstöðu herdeilda, allsherjarreglu og aga auk þess að falla að grunngildum flotans um heiður, hugrekki og trúmennsku, að því er kom fram í yfirlýsingu Gilday. Áður hafði landgöngulið flotans annað Suðurríkjafánann, þar á meðal á munum eins og bollum eða stuðurum bifreiða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska hernum var att út í umræðuna um kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump forseti hótaði að beita honum til að kveða niður ofbeldi í kjölfar drápsins á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Suðurríkjasambandið var bandalag sjö ríkja í suðurhluta Bandaríkjanna þar sem þrælahald var enn við lýði sem sögðu sig úr lögum frá Bandaríkjunum árið 1860. Í kjölfarið hófst bandaríska borgarastríðið sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið. Sambandsríkið var leyst upp eftir hernaðarósigur þess árið 1865. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Á síðari tímum hefur fáni Suðurríkjanna verið umdeildur í bandarísku samfélagi. Í augum svartra Bandaríkjamanna er fáninn minnisvarði um þrælahald, kynþáttahyggju og mestu sundrung bandarísku þjóðarinnar í sögunni. Þannig var Suðurríkjafáninn áberandi á samkomu hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú klúx klan-liða í Charlottesville sem leystist upp í óeirðir árið 2017. Aðrir halda því fram að fáninn sé aðeins tákn um þjóðarstolt suðurríkjafólks og sjálfsstjórn einstakra ríkja Bandaríkjanna sem þeim er tryggð í stjórnarskrá. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Mike Gilday, flotaforingi, segist hafa skipað starfsliði sínu að semja reglurnar sem næði til allra opinberra rýma og vinnusvæða í stöðvum flotans, skipum, flugvélum og kafbátum. Reglunum er ætlað að tryggja samstöðu herdeilda, allsherjarreglu og aga auk þess að falla að grunngildum flotans um heiður, hugrekki og trúmennsku, að því er kom fram í yfirlýsingu Gilday. Áður hafði landgöngulið flotans annað Suðurríkjafánann, þar á meðal á munum eins og bollum eða stuðurum bifreiða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska hernum var att út í umræðuna um kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump forseti hótaði að beita honum til að kveða niður ofbeldi í kjölfar drápsins á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Suðurríkjasambandið var bandalag sjö ríkja í suðurhluta Bandaríkjanna þar sem þrælahald var enn við lýði sem sögðu sig úr lögum frá Bandaríkjunum árið 1860. Í kjölfarið hófst bandaríska borgarastríðið sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið. Sambandsríkið var leyst upp eftir hernaðarósigur þess árið 1865. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Á síðari tímum hefur fáni Suðurríkjanna verið umdeildur í bandarísku samfélagi. Í augum svartra Bandaríkjamanna er fáninn minnisvarði um þrælahald, kynþáttahyggju og mestu sundrung bandarísku þjóðarinnar í sögunni. Þannig var Suðurríkjafáninn áberandi á samkomu hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú klúx klan-liða í Charlottesville sem leystist upp í óeirðir árið 2017. Aðrir halda því fram að fáninn sé aðeins tákn um þjóðarstolt suðurríkjafólks og sjálfsstjórn einstakra ríkja Bandaríkjanna sem þeim er tryggð í stjórnarskrá.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent