Fréttir

Allt að 20 stiga hiti í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurspáin fyrir hádegið í dag.
Veðurspáin fyrir hádegið í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Í dag verður fremur hæg breytileg átt. Víða verður þurrt og bjart veður, en hiti verður á bilinu 13 til 20 stig að deginum, hlýjast norðanlands. Skýjað verður að mestu suðaustantil og hitinn þar 8 til 12 stig. Sunnanátt fer vaxandi í kvöld.

Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands kemur fram að það sem eftir lifir vikunnar sé útlit fyrir suðlægar áttir, skýjað með köflum og vætu af og til sunnan og vestanlands. Lengst af verður léttskýjað á Norður- og Austurlandi.

Hér að neðan má sjá veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:

Fimmtudagur:

Suðvestan 5-13 m/s, dálítil rigning og hiti 8 til 12 stig, en bjartviðri á austanverðu landinu og hiti 13 til 20 stig að deginum.

Föstudagur:

Gengur í sunnan 8-15 m/s með rigningu vestantil. Hiti 9 til 14 stig. Heldur hægari vindur á austanverðu landinu, bjart með köflum og hiti að 22 stigum yfir daginn.

Laugardagur:

Suðlæg átt, skýjað með köflum og dálítil rigning af og til vestantil, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast á norðaustanlands.

Sunnudagur og mánudagur:

Suðlæg átt og dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt um landið norðaustanvert. Hlýtt í veðri.

Þriðjudagur:

Útlit fyrir sunnanátt og skúrir á Suður- og Vesturlandi en annars bjartviðri. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×