Erlent

Svara Trump fullum hálsi

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælendur hafa helgað sér ákveðið svæði og lýst yfir einskonar fríríki.
Mótmælendur hafa helgað sér ákveðið svæði og lýst yfir einskonar fríríki. Getty

Yfirvöld í Washington-ríki í Bandaríkjunum svara nú Donald Trump Bandaríkjaforseta fullum hálsi en forsetinn hefur gagnrýnt ríkistjórann og borgarstjóra Seattle-borgar harðlega, fyrir að ganga ekki harðar fram gegn mótmælendum í borginni. Mótmælendur hafa helgað sér ákveðið svæði og lýst yfir einskonar fríríki.

Trump talar um hryðjuverkamenn og hótar hernaðaríhlutun geri lögreglan ekkert í málinu.

Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis, segir að forsetinn eigi ekki að skipta sér af málefnum ríkisins og borgarstjórinn í Seattle segir að hvers konar íhlutun af hendi forsetans jafngilti innrás.

Mótmælin í Seattle hófust eftir dauða George Floyd í Minnesota og voru á tímabili hörð átök við lögregluna í borginni.

Eftir að lögregla gaf eftir og leyfði mótmælendum að helga sér borgarhlutann hafa mótmælin hins vegar farið friðsamlega fram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×