Stærstu flugfélög Norðurlanda skulda milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 07:50 Flugvél SAS á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Tvö stærstu flugfélög Norðurlandanna, SAS og Norwegian, skulda viðskiptavinum um sjö milljarða danskra króna. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Ástæða hárra skulda flugfélaganna er sögð vera ferðir sem felldar voru niður vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. DR hefur eftir norskum fjölmiðlum að ferðir sem fara átti í mars verði endurgreiddar í þessum mánuði. Hins vegar verði ferðir sem fara átti í apríl og maí ekki endurgreiddar fyrr en í haust. Þá er greint frá því að SAS komi til með að þurfa að endurgreiða um 4,6 milljarða norskra króna, eða rúma 64 milljarða íslenskra króna, vegna ferða sem felldar hafa verið niður. Eins segir að Norwegian hafi fellt niður ferðir fyrir allt að 2,5 milljarða norskra króna, eða um 35 milljarða króna. Þeir fjármunir sem SAS hefur undir höndum nú eru mun minni en sú upphæð sem félagið kemur til með að þurfa að endurgreiða. John Eckhoff, upplýsingafulltrúi félagsins, hefur hins vegar lýst því yfir að viðskiptavinir muni geta fengið endurgreitt, óski þeir eftir því. Hann bendir á að SAS í Svíþjóð og Danmörku hafi fengið ríkisstuðning upp á tæpan 41 milljarð íslenskra króna, og unnið sé að því að afla meira fjár. Danmörk Noregur Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tvö stærstu flugfélög Norðurlandanna, SAS og Norwegian, skulda viðskiptavinum um sjö milljarða danskra króna. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Ástæða hárra skulda flugfélaganna er sögð vera ferðir sem felldar voru niður vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. DR hefur eftir norskum fjölmiðlum að ferðir sem fara átti í mars verði endurgreiddar í þessum mánuði. Hins vegar verði ferðir sem fara átti í apríl og maí ekki endurgreiddar fyrr en í haust. Þá er greint frá því að SAS komi til með að þurfa að endurgreiða um 4,6 milljarða norskra króna, eða rúma 64 milljarða íslenskra króna, vegna ferða sem felldar hafa verið niður. Eins segir að Norwegian hafi fellt niður ferðir fyrir allt að 2,5 milljarða norskra króna, eða um 35 milljarða króna. Þeir fjármunir sem SAS hefur undir höndum nú eru mun minni en sú upphæð sem félagið kemur til með að þurfa að endurgreiða. John Eckhoff, upplýsingafulltrúi félagsins, hefur hins vegar lýst því yfir að viðskiptavinir muni geta fengið endurgreitt, óski þeir eftir því. Hann bendir á að SAS í Svíþjóð og Danmörku hafi fengið ríkisstuðning upp á tæpan 41 milljarð íslenskra króna, og unnið sé að því að afla meira fjár.
Danmörk Noregur Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf