Fengu neikvætt svar um skotvopnið níu dögum fyrir fréttamannafundinn Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 11:06 Rannsóknarhópurinn segir Stig Engström hafa verið banamaður Olof Palme. AP/Sænska lögreglan Sænski rannsóknarhópurinn sem rannsakaði morðið á forsætisráðherranum Olof Palme fékk neikvæða niðurstöðu um að hægt væri að tengja ákveðið skotvopn við morðið, níu dögum fyrir fréttamannafundinn þar sem sú niðurstaða rannsóknarinnar að Stig Engström hafi verið morðingi Palme var kynnt. Umrætt skotvopn var í eigu vinar Engström og var vopnið til rannsóknar hjá Réttartæknistofnun Svíþjóðar (NFC). Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki hafi verið hægt að tengja vopnið við morðið - niðurstaðan 0 á skalanum -4 til +4. Athygli vakti á fréttamannafundinum í síðustu viku að rannsóknarhópurinn kynnti ekki nein ný gögn, heldur lýsti saksóknari þess í stað atburðarás sem benti til þess að Engström, sem gengið hefur undir nafninu Skandia-maðurinn, væri morðingi forsætisráðherrans. Ekki yrði lengra komist í rannsókninni eftir þessi 34 ár, og hún lögð niður. Engin ákæra yrði gefin út þar sem Engstöm hafi látist árið 2000. „Við vonuðumst til að þetta vopn myndi færa okkur nær lausn í málinu,“ segir saksóknarinn Krister Petersson við Aftonbladet. Lögregla hafði komist að því að Engstöm hafi verið náinn vinur vopnasafnara í Täby, norður af Stokkhólmi og að sá hafi átt Smith & Wesson með „rétta hlaupvídd“ sem framleidd var árið 1954. Skotvopnið var selt á uppboði árið 2013, eftir dauða vopnasafnarans, en lögreglu tókst síðar að hafa uppi á vopninu hjá manni sem hafði keypt það, manns í vesturhluta landsins með sérstakan áhuga á þessari gerð vopna. Petterson segir vopnið sem um ræðir enn vera áhugavert, en því hefur nú aftur verið komið í hendur kaupandans eftir að hafa verið í fórum lögreglu í tvö og hálft ár vegna rannsóknarinnar. Svíþjóð Morðið á Olof Palme Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00 Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sænski rannsóknarhópurinn sem rannsakaði morðið á forsætisráðherranum Olof Palme fékk neikvæða niðurstöðu um að hægt væri að tengja ákveðið skotvopn við morðið, níu dögum fyrir fréttamannafundinn þar sem sú niðurstaða rannsóknarinnar að Stig Engström hafi verið morðingi Palme var kynnt. Umrætt skotvopn var í eigu vinar Engström og var vopnið til rannsóknar hjá Réttartæknistofnun Svíþjóðar (NFC). Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki hafi verið hægt að tengja vopnið við morðið - niðurstaðan 0 á skalanum -4 til +4. Athygli vakti á fréttamannafundinum í síðustu viku að rannsóknarhópurinn kynnti ekki nein ný gögn, heldur lýsti saksóknari þess í stað atburðarás sem benti til þess að Engström, sem gengið hefur undir nafninu Skandia-maðurinn, væri morðingi forsætisráðherrans. Ekki yrði lengra komist í rannsókninni eftir þessi 34 ár, og hún lögð niður. Engin ákæra yrði gefin út þar sem Engstöm hafi látist árið 2000. „Við vonuðumst til að þetta vopn myndi færa okkur nær lausn í málinu,“ segir saksóknarinn Krister Petersson við Aftonbladet. Lögregla hafði komist að því að Engstöm hafi verið náinn vinur vopnasafnara í Täby, norður af Stokkhólmi og að sá hafi átt Smith & Wesson með „rétta hlaupvídd“ sem framleidd var árið 1954. Skotvopnið var selt á uppboði árið 2013, eftir dauða vopnasafnarans, en lögreglu tókst síðar að hafa uppi á vopninu hjá manni sem hafði keypt það, manns í vesturhluta landsins með sérstakan áhuga á þessari gerð vopna. Petterson segir vopnið sem um ræðir enn vera áhugavert, en því hefur nú aftur verið komið í hendur kaupandans eftir að hafa verið í fórum lögreglu í tvö og hálft ár vegna rannsóknarinnar.
Svíþjóð Morðið á Olof Palme Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00 Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00
Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59