Golden State-morðinginn sagður ætla að játa til að forðast aftöku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 09:56 Joseph James DeAngelo hefur verið í varðhaldi frá árinu 2018. AP/Rich Pedroncelli Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína. Þetta hefur Los Angeles Times eftir fjölmörgum heimildarmönnum. DeAngelo var handtekinn árið 2018, meira en 40 árum eftir að Golden State-morðinginn lét fyrst til skarar skríða. Var hann ákærður fyrir þrettán morð, jafnmörg mannrán auk nauðgana. Alls var Golden State-morðinginn grunaður um minnst tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot í Kaliforníu. Times segir einnig að DeAngelo muni játa að hafa framið fjölda glæpa sem hann framdi, þar á meðal nauðganir, þar sem fyrningarfrestur er liðinn. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Sacramento þann 29. júní og segir í frétt Times að ástæða þess að DeAngelo muni játa sé sú að hann vilji forðast dauðarefsinguna, en hópur saksóknara sem fer með málið hafði gefið það út að þeir myndu krefjast dauðarefsingar yrði DeAngelo sakfelldur. Saksóknarar höfðu áður hafnað því að semja við DeAngelo en í frétt Times segir að kórónuveirufaraldurinn hafi breytt afstöðu þeirra. Þar sem flest vitni og fórnarlömb séu í eldri kantinum telji þeir að það muni reynast erfitt að skipuleggja aðalmeðferð málsins á þann hátt að sóttvarnir séu að fullu tryggðar. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Árið 2018 var DeAngelo, þá 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn, en DNA-sýni kom rannsakendum á rétta sporið. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. Bandaríkin Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína. Þetta hefur Los Angeles Times eftir fjölmörgum heimildarmönnum. DeAngelo var handtekinn árið 2018, meira en 40 árum eftir að Golden State-morðinginn lét fyrst til skarar skríða. Var hann ákærður fyrir þrettán morð, jafnmörg mannrán auk nauðgana. Alls var Golden State-morðinginn grunaður um minnst tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot í Kaliforníu. Times segir einnig að DeAngelo muni játa að hafa framið fjölda glæpa sem hann framdi, þar á meðal nauðganir, þar sem fyrningarfrestur er liðinn. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Sacramento þann 29. júní og segir í frétt Times að ástæða þess að DeAngelo muni játa sé sú að hann vilji forðast dauðarefsinguna, en hópur saksóknara sem fer með málið hafði gefið það út að þeir myndu krefjast dauðarefsingar yrði DeAngelo sakfelldur. Saksóknarar höfðu áður hafnað því að semja við DeAngelo en í frétt Times segir að kórónuveirufaraldurinn hafi breytt afstöðu þeirra. Þar sem flest vitni og fórnarlömb séu í eldri kantinum telji þeir að það muni reynast erfitt að skipuleggja aðalmeðferð málsins á þann hátt að sóttvarnir séu að fullu tryggðar. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Árið 2018 var DeAngelo, þá 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn, en DNA-sýni kom rannsakendum á rétta sporið. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs.
Bandaríkin Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira