Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 16:45 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AP/Francisco Seco Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. AP greinir frá. Nú hafa yfir 5.000 Svíar látist í faraldrinum. Minningarathöfnin var fimmtán mínútur að lengd og vottuðu þingmennirnir 349 hinum látnu virðingu sína með mínútu langri þögn. Aðferðir þær sem sænska ríkisstjórnin hefur beitt vegna faraldursins hafa verið gagnrýndar en stjórnvöld standa þétt við þær. „Þetta er fyrir þau sem hafa misst vinnuna, heilsu eða látið lífið,“ sagði Andreas Norlen forseti Riksdag. „Við segjum nú við alla þá sem sakna og syrgja, þið eruð ekki ein.“ Tilkynnt hefur verið um 5.041 andlát í Svíþjóð af völdum veirunnar og eru áhrif hennar lang mest í Svíþjóð af öllum Norðurlöndunum, fjöldi andláta á degi hverjum hefur þó minnkað á síðustu vikum og hefur nú næstum náð eðlilegum fjölda eftir að hafa náð hámarki í apríl. Fjölmörg ríki Evrópu hafa sett takmarkanir á komur ferðafólks frá Svíþjóð, þar á meðal Norðurlöndin. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, sagði það nokkuð furðulegt að vinaþjóðir Svía hefðu ekki opnað fyrir ferðalög þeirra til landanna. Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Ann Linde, sagði í dag að í lok mánaðar verði reglum um ferðalög utan landsteinanna til 10 Evrópuríkja breytt. Löndin eru Grikkland, Króatía, Spánn, Ítalía, Portúgal, Slóvenía, Frakkland, Ísland, Belgía, Sviss og Lúxemborg. Enn verða takmarkanir sett á ferðalög til Noregs og Svíþjóðar auk ríkja utan Evrópu. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. AP greinir frá. Nú hafa yfir 5.000 Svíar látist í faraldrinum. Minningarathöfnin var fimmtán mínútur að lengd og vottuðu þingmennirnir 349 hinum látnu virðingu sína með mínútu langri þögn. Aðferðir þær sem sænska ríkisstjórnin hefur beitt vegna faraldursins hafa verið gagnrýndar en stjórnvöld standa þétt við þær. „Þetta er fyrir þau sem hafa misst vinnuna, heilsu eða látið lífið,“ sagði Andreas Norlen forseti Riksdag. „Við segjum nú við alla þá sem sakna og syrgja, þið eruð ekki ein.“ Tilkynnt hefur verið um 5.041 andlát í Svíþjóð af völdum veirunnar og eru áhrif hennar lang mest í Svíþjóð af öllum Norðurlöndunum, fjöldi andláta á degi hverjum hefur þó minnkað á síðustu vikum og hefur nú næstum náð eðlilegum fjölda eftir að hafa náð hámarki í apríl. Fjölmörg ríki Evrópu hafa sett takmarkanir á komur ferðafólks frá Svíþjóð, þar á meðal Norðurlöndin. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, sagði það nokkuð furðulegt að vinaþjóðir Svía hefðu ekki opnað fyrir ferðalög þeirra til landanna. Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Ann Linde, sagði í dag að í lok mánaðar verði reglum um ferðalög utan landsteinanna til 10 Evrópuríkja breytt. Löndin eru Grikkland, Króatía, Spánn, Ítalía, Portúgal, Slóvenía, Frakkland, Ísland, Belgía, Sviss og Lúxemborg. Enn verða takmarkanir sett á ferðalög til Noregs og Svíþjóðar auk ríkja utan Evrópu.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira