Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 3 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 20. júní 2020 09:00 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi allra í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið lögð á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylgt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi.Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð. Áður hefur hópurinn tekið til umfjöllunar 8. grein, Dyflinnarreglugerðina og 11. grein frumvarpsins. Nú beinum við sjónum okkar að 15. greininni. 15. grein frumvarpsins Þessi grein frumvarpsins fjallar um takmarkanir á fjölskyldusameiningu fólks sem fengið hefur stöðu sem flóttafólk hér á landi. Annars vegar skilgreinir tillagan nánar þá fjölskyldumeðlimi sem umsækjandi um alþjóðlega vernd getur kallað til Íslands, hljóti viðkomandi vernd. Hins vegar felur tillagan í sér þá skilgreiningu að sá fjölskyldumeðlimur sem kallaður er af viðkomandi umsækjanda hafi ekki sjálfur rétt á að kalla fjölskyldumeðli til sín. Dæmi. Eiginmaður fær stöðu flóttamanns og kallar síðan eiginkonu sína til sín. Eiginkonan getur ekki boðið barni sínu úr fyrra sambandi eða öldruðum foreldrum sínum til landsins vegna þessar takmörkunar. Fjölskyldusameining er mjög mikilvægt atriði fyrir fólki sem hefur fengið stöðu sem flóttamenn og vill byggja upp nýtt líf í nýju landi. Manneskja sem neyðst hefur að flýja heimaland sitt vill auðvitað sameinast fjölskyldu sinni á ný í nýja landinu.Samningur um réttarstöðu flóttamanna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951 kveður ekki beint á um réttindi fjölskyldusameiningu flóttafólks en lokaákvæði fulltrúaráðstefnunnar sama ár (e. Final Act of the Conference of Plenipotentiaries), þar sem hún var samþykkt, staðfestir að „sameining fjölskyldunnar ... sé grundvallarréttur flóttamannsins“ og mælir með því að stjórnvöld „geri nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fjölskyldu hans, sérstaklega með því að tryggja að einingu fjölskyldunnar sé viðhaldið ... “ Í þessu samhengi viljum við að tvö atriði komi fram: 1) Við veltum því fyrir okkur hvort takmörkun þessi sé sannarlega nauðsynleg. Ef hún er nauðsynleg, er þetta þá eina leiðin til að takmarka hver má koma sem fjölskylda/fjölskyldumeðlimur? Er rétt að þau sem fengið hafa stöðu flóttamanns hafi ekki rétt á að kalla fjölskyldu sína til landsins? 2) Við teljum að mikilvægt sé að hafa í huga að fjölskyldueining getur verið mismunandi eins og við þekkjum í okkar samfélagi og einnig þegar við berum saman fjölskyldulíf í nágrannalöndum okkar. Afar erfitt og viðkvæmt getur verið að draga skýra línu hver sé náinn fjölskyldumeðlimur og hver ekki. Þess vegna ætti skilgreining á fjölskyldu að veita svigrúm í túlkun og takmarkanir á réttindum í lagaákvæðum sem byggjast á þessari skilgreiningu að fela í sér undantekningarákvæði. Við höfum bent á nokkur atriði sem við teljum vera annmarka á þessu frumvarpi. Þau tengjast beint þjónustu okkar sem prestar. En í frumvarpinu eru enn fleiri atriði sem munu skerða réttindi flóttafólks verulega til lengri tíma litið verði það að lögum. Við bendum á umsögn Rauða Krossins um frumvarpið, sem er meðal annars hægt að finna á heimasíðu Rauða krossins. Að okkar mati þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt að fylgja eftir og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið sé dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30 Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. 19. júní 2020 09:00 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi allra í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið lögð á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylgt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi.Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð. Áður hefur hópurinn tekið til umfjöllunar 8. grein, Dyflinnarreglugerðina og 11. grein frumvarpsins. Nú beinum við sjónum okkar að 15. greininni. 15. grein frumvarpsins Þessi grein frumvarpsins fjallar um takmarkanir á fjölskyldusameiningu fólks sem fengið hefur stöðu sem flóttafólk hér á landi. Annars vegar skilgreinir tillagan nánar þá fjölskyldumeðlimi sem umsækjandi um alþjóðlega vernd getur kallað til Íslands, hljóti viðkomandi vernd. Hins vegar felur tillagan í sér þá skilgreiningu að sá fjölskyldumeðlimur sem kallaður er af viðkomandi umsækjanda hafi ekki sjálfur rétt á að kalla fjölskyldumeðli til sín. Dæmi. Eiginmaður fær stöðu flóttamanns og kallar síðan eiginkonu sína til sín. Eiginkonan getur ekki boðið barni sínu úr fyrra sambandi eða öldruðum foreldrum sínum til landsins vegna þessar takmörkunar. Fjölskyldusameining er mjög mikilvægt atriði fyrir fólki sem hefur fengið stöðu sem flóttamenn og vill byggja upp nýtt líf í nýju landi. Manneskja sem neyðst hefur að flýja heimaland sitt vill auðvitað sameinast fjölskyldu sinni á ný í nýja landinu.Samningur um réttarstöðu flóttamanna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951 kveður ekki beint á um réttindi fjölskyldusameiningu flóttafólks en lokaákvæði fulltrúaráðstefnunnar sama ár (e. Final Act of the Conference of Plenipotentiaries), þar sem hún var samþykkt, staðfestir að „sameining fjölskyldunnar ... sé grundvallarréttur flóttamannsins“ og mælir með því að stjórnvöld „geri nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fjölskyldu hans, sérstaklega með því að tryggja að einingu fjölskyldunnar sé viðhaldið ... “ Í þessu samhengi viljum við að tvö atriði komi fram: 1) Við veltum því fyrir okkur hvort takmörkun þessi sé sannarlega nauðsynleg. Ef hún er nauðsynleg, er þetta þá eina leiðin til að takmarka hver má koma sem fjölskylda/fjölskyldumeðlimur? Er rétt að þau sem fengið hafa stöðu flóttamanns hafi ekki rétt á að kalla fjölskyldu sína til landsins? 2) Við teljum að mikilvægt sé að hafa í huga að fjölskyldueining getur verið mismunandi eins og við þekkjum í okkar samfélagi og einnig þegar við berum saman fjölskyldulíf í nágrannalöndum okkar. Afar erfitt og viðkvæmt getur verið að draga skýra línu hver sé náinn fjölskyldumeðlimur og hver ekki. Þess vegna ætti skilgreining á fjölskyldu að veita svigrúm í túlkun og takmarkanir á réttindum í lagaákvæðum sem byggjast á þessari skilgreiningu að fela í sér undantekningarákvæði. Við höfum bent á nokkur atriði sem við teljum vera annmarka á þessu frumvarpi. Þau tengjast beint þjónustu okkar sem prestar. En í frumvarpinu eru enn fleiri atriði sem munu skerða réttindi flóttafólks verulega til lengri tíma litið verði það að lögum. Við bendum á umsögn Rauða Krossins um frumvarpið, sem er meðal annars hægt að finna á heimasíðu Rauða krossins. Að okkar mati þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt að fylgja eftir og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið sé dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. 19. júní 2020 09:00
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun