Hringja sig inn veika í mótmælaskyni eftir að lögregluþjónn var ákærður fyrir morð Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 23:38 Skjáskot úr búkmyndavél Devin Brosnan og sýnir Garret Rolfe og Rayshard Brooks áður en Rolfe skaut Brooks til bana. AP/Lögreglan í Atlanta Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira