Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 22:20 Vefsíðunni budardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni. Skjáskot Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal að því er fram kemur í tilkynningu frá vefsíðunni Búðardalur.is. Þá segir að forsvarsmenn síðunnar geti ekki sætt sig við þetta en þeir beri framtíð og hagsmuni Dalanna meira fyrir brjósti en núverandi sveitarstjórn virðist gera. Vefsíðunni hefur því verið lokað ásamt vefmyndavél sem hefur verið aðgengilega í Búðardal frá árinu 2011. Sigurður Sigurbjörnsson, aðal eigandi budardalur.is, segir í samtali við fréttastofu að aðal áhyggjuefnið sé hve hratt sé farið í þessar breytingar. Ekki hafi verið settar reglur um nýtingu vindorku á Íslandi og aðstandendur síðunnar séu á móti því að hægt sé að kaupa jarðir og „selja sveitarstjórn einhverja hugmynd um að sveitarfélagið græði á því mikla peninga í framtíðinni og af því skapist fjöldi starfa út af því sem þeir ætla að gera á jörðinni.“ Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti einróma á fundi sínum í dag breytingu á aðalskipulagi sem gerir það kleift að reisa vindmyllur á hluta jarðanna Sólheimum og Hróðnýjarstöðum eins og áður sagði. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Vísi og Stöð 2 undanfarnar vikur en meðal annars hefur verið greint frá því að til skoðunar er hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum. „Okkur finnst ekki tímabært að sveitarfélagið geri þetta og við skiljum ekki hvað liggur á hjá sveitarfélaginu,“ segir Sigurður. „Við höfum bara verið að óska eftir því, og við teljum okkur ekki endilega bara vera að berjast fyrir okkur. Við teljum okkur vera að berjast fyrir alla landsmenn vegna þess að ef að þetta verður að veruleika þarna er verið að skapa fordæmi.“ „Nefndu mér einhvern sem er tilbúinn að fá svona nágranna sem ætlar að byggja orkuver í bakgarðinum hjá þér. Það er enginn til í það sem ég hef hitt,“ segir Sigurður en hann á lögheimili á næsta bæ við Hróðnýjarstaði og búa foreldrar hans þar nú. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi þann 25. maí síðastliðinn það klárt mál að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum telur vindorku hins vegar ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þá hefur Fuglaverndarfélag Íslands varað við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvatt til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þá hefur Ólafur K. Nielsen, formaður Fuglaverndarfélagsins, lýst yfir áhyggjum vegna vindmyllugarðanna. Orkumál Dalabyggð Umhverfismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal að því er fram kemur í tilkynningu frá vefsíðunni Búðardalur.is. Þá segir að forsvarsmenn síðunnar geti ekki sætt sig við þetta en þeir beri framtíð og hagsmuni Dalanna meira fyrir brjósti en núverandi sveitarstjórn virðist gera. Vefsíðunni hefur því verið lokað ásamt vefmyndavél sem hefur verið aðgengilega í Búðardal frá árinu 2011. Sigurður Sigurbjörnsson, aðal eigandi budardalur.is, segir í samtali við fréttastofu að aðal áhyggjuefnið sé hve hratt sé farið í þessar breytingar. Ekki hafi verið settar reglur um nýtingu vindorku á Íslandi og aðstandendur síðunnar séu á móti því að hægt sé að kaupa jarðir og „selja sveitarstjórn einhverja hugmynd um að sveitarfélagið græði á því mikla peninga í framtíðinni og af því skapist fjöldi starfa út af því sem þeir ætla að gera á jörðinni.“ Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti einróma á fundi sínum í dag breytingu á aðalskipulagi sem gerir það kleift að reisa vindmyllur á hluta jarðanna Sólheimum og Hróðnýjarstöðum eins og áður sagði. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Vísi og Stöð 2 undanfarnar vikur en meðal annars hefur verið greint frá því að til skoðunar er hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum. „Okkur finnst ekki tímabært að sveitarfélagið geri þetta og við skiljum ekki hvað liggur á hjá sveitarfélaginu,“ segir Sigurður. „Við höfum bara verið að óska eftir því, og við teljum okkur ekki endilega bara vera að berjast fyrir okkur. Við teljum okkur vera að berjast fyrir alla landsmenn vegna þess að ef að þetta verður að veruleika þarna er verið að skapa fordæmi.“ „Nefndu mér einhvern sem er tilbúinn að fá svona nágranna sem ætlar að byggja orkuver í bakgarðinum hjá þér. Það er enginn til í það sem ég hef hitt,“ segir Sigurður en hann á lögheimili á næsta bæ við Hróðnýjarstaði og búa foreldrar hans þar nú. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi þann 25. maí síðastliðinn það klárt mál að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum telur vindorku hins vegar ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þá hefur Fuglaverndarfélag Íslands varað við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvatt til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þá hefur Ólafur K. Nielsen, formaður Fuglaverndarfélagsins, lýst yfir áhyggjum vegna vindmyllugarðanna.
Orkumál Dalabyggð Umhverfismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33