Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Sigríður Á. Andersen skrifar 23. júní 2020 19:30 Í dag var kynnt ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Aðgerðaáætlunin beinist einkum að losun sem kölluð er „á beina ábyrgð“ Íslands. Sú losun er nú um 3 milljónir tonna CO2-ígilda. Í áætluninni kemur fram að kostnaður vegna áætlunarinnar sé metinn á 46 milljarða króna á árunum 2020 – 2024 (sjá bls. 14). Vonast er til að áætlunin leiði til þess að á þessu árabili (2020 – 2024) minnki losun á beina ábyrgð Íslands um 0,3 milljónir tonna (sjá mynd 1 bls. 11). Heildarlosun Íslands er hins vegar um 15 milljónir tonna þegar allt er talið. Aðgerðaáætlunin mun því draga úr heildarlosun Íslands um 2% á árunum 2020 – 2024. Vafalaust er þarna einhver einskiptiskostnaður og eitthvað sem nýtist með öðrum hætti, eins og reiðhjólastígar, og einhver útgjöld sem nýtast til að draga úr losun sem ekki telst á „beina ábyrgð Íslands“ eins og það er orðað. En margt er þarna óvíst eins og Borgarlínan er gott dæmi um því ef nýting hennar verður lítil þá mun hún ekki draga úr losun heldur auka hana. En sú spurning vaknar óneitanlega hvort þarna sé ekki heldur rýr uppskera af dýru útsæði. Með fullri virðingu fyrir mætti og dýrð ríkissjóðs Íslands þá munu sem fyrr tækninýjungar hafa mest um það að segja hvar tekst að minnka losun á næstu áratugum. Án nokkurs vafa má fullyrða að tækniframfarir og aukin hagsæld muni leiða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Slíka þróun þekkjum við Íslendingar til dæmis af hitaveitunni en í loftslagsbókhaldinu fá Íslendingar ekkert fyrir hitaveituna því hún var komin fyrir viðmiðunarár loftslagssamninganna sem er 1990. Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein birtist fyrst á vef höfundar, Sigríður.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í dag var kynnt ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Aðgerðaáætlunin beinist einkum að losun sem kölluð er „á beina ábyrgð“ Íslands. Sú losun er nú um 3 milljónir tonna CO2-ígilda. Í áætluninni kemur fram að kostnaður vegna áætlunarinnar sé metinn á 46 milljarða króna á árunum 2020 – 2024 (sjá bls. 14). Vonast er til að áætlunin leiði til þess að á þessu árabili (2020 – 2024) minnki losun á beina ábyrgð Íslands um 0,3 milljónir tonna (sjá mynd 1 bls. 11). Heildarlosun Íslands er hins vegar um 15 milljónir tonna þegar allt er talið. Aðgerðaáætlunin mun því draga úr heildarlosun Íslands um 2% á árunum 2020 – 2024. Vafalaust er þarna einhver einskiptiskostnaður og eitthvað sem nýtist með öðrum hætti, eins og reiðhjólastígar, og einhver útgjöld sem nýtast til að draga úr losun sem ekki telst á „beina ábyrgð Íslands“ eins og það er orðað. En margt er þarna óvíst eins og Borgarlínan er gott dæmi um því ef nýting hennar verður lítil þá mun hún ekki draga úr losun heldur auka hana. En sú spurning vaknar óneitanlega hvort þarna sé ekki heldur rýr uppskera af dýru útsæði. Með fullri virðingu fyrir mætti og dýrð ríkissjóðs Íslands þá munu sem fyrr tækninýjungar hafa mest um það að segja hvar tekst að minnka losun á næstu áratugum. Án nokkurs vafa má fullyrða að tækniframfarir og aukin hagsæld muni leiða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Slíka þróun þekkjum við Íslendingar til dæmis af hitaveitunni en í loftslagsbókhaldinu fá Íslendingar ekkert fyrir hitaveituna því hún var komin fyrir viðmiðunarár loftslagssamninganna sem er 1990. Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein birtist fyrst á vef höfundar, Sigríður.is.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar