Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært klámmyndaleikarann Ron Jeremy fyrir að hafa nauðgað þremur konum og ráðist á þá fjórðu.
BBC segir frá því að meint brot Jeremy eigi að hafa átt sér stað í Los Angeles á árunum 2014 og 2019 og hafi fórnarlömbin verið milli 25 og 46 ára þegar brotin áttu sér stað.
Hinn 67 ára Ron Jeremy er eitt af stærstu nöfnunum í heimi klámmynda og hefur komið fram í rúmlega tvö þúsund myndum síðan á áttunda áratug síðustu aldar.
Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að níutíu ára fangelsi.
Saksóknari í málinu segist fara fram á 6,6 milljóna dala tryggingu í málinu.