Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 08:54 Gurrý Helgadóttir var gestur Bítismanna í morgun. Facebook/Vísir/Vilhelm Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý. Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý.
Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira