Endurtísti myndbandi af stuðningsmanni kalla „White Power“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 17:53 Donald Trump eyddi tístinu eftir að Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, gagnrýndi hann fyrir endurtístið. Drew Angerer/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann. Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann.
Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01