Enska úrvalsdeildin vill hjálpa þjálfurum sem tilheyra minnihlutahópum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2020 23:00 Þjálfari Wolves er í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni. Ashley Western/Getty Images Enska úrvalsdeildin, ásamt sambandi neðri deilda þar í landi sem og samtökum atvinnumanna á Englandi hafa sett á laggirnar áætlun sem mun aðstoða þjálfara sem flokkast undir BAME-skilgreininguna. Undir hana flokkast þjálfarar sem eru hluti af minnihlutahóp. Til að mynda er Nuno Esperito Santo, þjálfari Wolverhampton Wanderers, eini þjálfarinn sem fellur undir BAME-skilgreininguna í ensku úrvalsdeildinni. Allir aðrir þjálfarar deildarinnar eru hvítir á hörund. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Verður áætlunin keyrð af stað á næstu leiktíð og munu sex þjálfarar fá starf til allavega 23 mánaða hjá félögum í neðri deildum, það er úr B-deildinni og niður. „Þetta er mikilvægur tími í sögulegu samhengi fyrir þjálfara sem eru svartir, koma frá Asíu eða tilheyra öðrum minnihlutahópi,“ sagði Darren Moore, þjálfari Doncaster Rovers. Er hann einn fárra svartra þjálfara á Englandi í dag. „Það vita allir að við þurfum meiri fjölbreytni þegar kemur að þjálfurum og framkvæmdastjórum. Þessi áætlun er skref í rétta átt. Það er mikið af störfum, allt frá yngri liðum og upp í aðalliðin þar sem ungir þjálfarar geta hafið vegferð sína,“ sagði hann einnig. Sem stendur eru aðeins sex af 91 félagi í ensku deildarkeppninni með þjálfara sem fellur undir BAME-skilgreininguna. Það mun þó ekki hver sem er geta sótt um en þjálfararnir þurfa að vera með UEFA B þjálfaragráðu og stefna á að taka UEFA A. Þá mun enska knattspyrnusambandið skipa nefnd sem mun ákvarða hvaða þjálfarar verða valdir hverju sinni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Enska úrvalsdeildin, ásamt sambandi neðri deilda þar í landi sem og samtökum atvinnumanna á Englandi hafa sett á laggirnar áætlun sem mun aðstoða þjálfara sem flokkast undir BAME-skilgreininguna. Undir hana flokkast þjálfarar sem eru hluti af minnihlutahóp. Til að mynda er Nuno Esperito Santo, þjálfari Wolverhampton Wanderers, eini þjálfarinn sem fellur undir BAME-skilgreininguna í ensku úrvalsdeildinni. Allir aðrir þjálfarar deildarinnar eru hvítir á hörund. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Verður áætlunin keyrð af stað á næstu leiktíð og munu sex þjálfarar fá starf til allavega 23 mánaða hjá félögum í neðri deildum, það er úr B-deildinni og niður. „Þetta er mikilvægur tími í sögulegu samhengi fyrir þjálfara sem eru svartir, koma frá Asíu eða tilheyra öðrum minnihlutahópi,“ sagði Darren Moore, þjálfari Doncaster Rovers. Er hann einn fárra svartra þjálfara á Englandi í dag. „Það vita allir að við þurfum meiri fjölbreytni þegar kemur að þjálfurum og framkvæmdastjórum. Þessi áætlun er skref í rétta átt. Það er mikið af störfum, allt frá yngri liðum og upp í aðalliðin þar sem ungir þjálfarar geta hafið vegferð sína,“ sagði hann einnig. Sem stendur eru aðeins sex af 91 félagi í ensku deildarkeppninni með þjálfara sem fellur undir BAME-skilgreininguna. Það mun þó ekki hver sem er geta sótt um en þjálfararnir þurfa að vera með UEFA B þjálfaragráðu og stefna á að taka UEFA A. Þá mun enska knattspyrnusambandið skipa nefnd sem mun ákvarða hvaða þjálfarar verða valdir hverju sinni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira