Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 11:04 Mótmælandi handtekinn í Hong Kong á miðvikudag þegar þess var minnst að 23 voru liðin frá því að Bretar skiluðu borgríkinu í hendur Kína. Samkomulag ríkjanna kvað á um að Hong Kong-búar nytu borgararéttinda í að minnsta kosti 50 ár eftir skiptin. Gagnrýnendur öryggislaganna segja þau hafa það samkomulag að engu. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00