Fjögur ár frá því EM-ævintýrinu lauk gegn Frökkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2020 14:36 Aron Einar Gunnarsson þakkar íslenskum áhorfendum fyrir stuðninginn eftir tapið fyrir Frakklandi á EM 2016. vísir/getty Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016 EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira
Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira
Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00