Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2020 20:00 Nýju lögunum hefur verið mótmælt af hörku á götum Hong Kong. EPA/Jerome Favre Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi. Hong Kong Kína Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi.
Hong Kong Kína Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira