Enn einn stórsigur City á heimavelli | Úlfunum fatast flugið Ísak Hallmundarson skrifar 8. júlí 2020 19:00 City menn fagna gegn Arsenal í síðasta mánuði. vísir/getty Manchester City vann enn einn stórsigurinn þegar liðið lagði Newcastle 5-0 á heimavelli í kvöld. Wolves er að missa af Meistaradeildarlestinni en liðið tapaði 1-0 á útivelli gegn Sheffield United. Gabriel Jesus kom City yfir á 10. mínútu og Riyad Mahrez jók forskotið á 21. mínútu eftir undirbúning frá Kevin de Bruyne. Staðan í hálfleik 2-0. Þriðja mark City var skrautlegt, Matt Ritchie, leikmaður Newcastle, skoraði með glæsilegri afgreiðslu en eini gallinn var sá að það var í vitlaust mark, en hann ætlaði líklega að hreinsa boltann frá marki Newcastle. Fjórða mark City var afar laglegt, David Silva skoraði beint úr aukaspyrnu í nærhornið með vinstri fætinum góða, fullkomlega hittur bolti. Raheem Sterling kórónaði síðan sigurinn í uppbótartíma og lokatölur 5-0 fyrir City, sem enn eina ferðina vinna stórt á heimavelli. City áfram í öðru sæti með 69 stig en Newcastle í 13. sæti með 43 stig. Sheffield United vann góðan sigur á Úlfunum en John Egan skoraði eina markið í 1-0 sigri í uppbótartíma. Sheffield fer upp fyrir Arsenal og í 7. sætið með 51 stig, aðeins stigi á eftir Wolves. Að lokum vann Burnley 1-0 útisigur á West Ham en sigurmarkið skoraði Jay Rodriguez á 38. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson kom ekki við sögu í leiknum. Enski boltinn
Manchester City vann enn einn stórsigurinn þegar liðið lagði Newcastle 5-0 á heimavelli í kvöld. Wolves er að missa af Meistaradeildarlestinni en liðið tapaði 1-0 á útivelli gegn Sheffield United. Gabriel Jesus kom City yfir á 10. mínútu og Riyad Mahrez jók forskotið á 21. mínútu eftir undirbúning frá Kevin de Bruyne. Staðan í hálfleik 2-0. Þriðja mark City var skrautlegt, Matt Ritchie, leikmaður Newcastle, skoraði með glæsilegri afgreiðslu en eini gallinn var sá að það var í vitlaust mark, en hann ætlaði líklega að hreinsa boltann frá marki Newcastle. Fjórða mark City var afar laglegt, David Silva skoraði beint úr aukaspyrnu í nærhornið með vinstri fætinum góða, fullkomlega hittur bolti. Raheem Sterling kórónaði síðan sigurinn í uppbótartíma og lokatölur 5-0 fyrir City, sem enn eina ferðina vinna stórt á heimavelli. City áfram í öðru sæti með 69 stig en Newcastle í 13. sæti með 43 stig. Sheffield United vann góðan sigur á Úlfunum en John Egan skoraði eina markið í 1-0 sigri í uppbótartíma. Sheffield fer upp fyrir Arsenal og í 7. sætið með 51 stig, aðeins stigi á eftir Wolves. Að lokum vann Burnley 1-0 útisigur á West Ham en sigurmarkið skoraði Jay Rodriguez á 38. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson kom ekki við sögu í leiknum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti