Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 22:47 Auglýsingaskilti með mynd af Qasem Soleimani í Bagdad. Hershöfðinginn var drepinn í drónaárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Vísir/EPA Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakar hann á móti um að bera blak af hryðjuverkamönnum. Níu manns féllu í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani á flugvelli við Bagdad í Írak í janúar. Bandarísk stjórnvöld héldu í fyrstu fram að þau hefðu látið til skarar skríða gegn Soleimani vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Þau hafa hins vegar aldrei rökstutt frekar hver þau voru. Í nýrri skýrslu Agnesar Callamard, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga, til mannréttindaráðs þeirra segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því Soleimani hafi lagt á ráðin um yfirvofandi árás á Bandaríkjamenn, séstaklega í Írak, sem réttlætti tafarlausa árás á hann. „Soleimani hershöfðingi var yfir hernaðaráætlunum og aðgerðum Írans í Sýrlandi og Írak. Án raunverulegrar aðsteðjandi ógnar við líf voru aðgerðirnar sem Bandaríkin gripu til ólöglegar,“ segir Callamard í skýrslunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur hún Bandaríkjastjórn hafa brotið alþjóðleg mannréttindalög en einnig að hefndarárásir Írana hafi verið lögbrot. Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sakaði Callamard um „vitsmunalegan óheiðarleika“ og fullyrti að Bandaríkin hefðu gripið til aðgerða í sjálfsvörn. Skýrslan grafi undan mannréttindum með því að bera blak af hryðjuverkamönnum. Hún sýni að Bandaríkjastjórn hafi gert rétt með því að segja skilið við mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættismönnum sem þau telja hafa staðið að árásinni á Soleimani á dögunum. Kröfðust þau þess að alþjóðalögreglan Interpol aðstoðaði við að framfylgja skipuninni. Íran Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38 Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakar hann á móti um að bera blak af hryðjuverkamönnum. Níu manns féllu í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani á flugvelli við Bagdad í Írak í janúar. Bandarísk stjórnvöld héldu í fyrstu fram að þau hefðu látið til skarar skríða gegn Soleimani vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Þau hafa hins vegar aldrei rökstutt frekar hver þau voru. Í nýrri skýrslu Agnesar Callamard, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga, til mannréttindaráðs þeirra segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því Soleimani hafi lagt á ráðin um yfirvofandi árás á Bandaríkjamenn, séstaklega í Írak, sem réttlætti tafarlausa árás á hann. „Soleimani hershöfðingi var yfir hernaðaráætlunum og aðgerðum Írans í Sýrlandi og Írak. Án raunverulegrar aðsteðjandi ógnar við líf voru aðgerðirnar sem Bandaríkin gripu til ólöglegar,“ segir Callamard í skýrslunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur hún Bandaríkjastjórn hafa brotið alþjóðleg mannréttindalög en einnig að hefndarárásir Írana hafi verið lögbrot. Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sakaði Callamard um „vitsmunalegan óheiðarleika“ og fullyrti að Bandaríkin hefðu gripið til aðgerða í sjálfsvörn. Skýrslan grafi undan mannréttindum með því að bera blak af hryðjuverkamönnum. Hún sýni að Bandaríkjastjórn hafi gert rétt með því að segja skilið við mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættismönnum sem þau telja hafa staðið að árásinni á Soleimani á dögunum. Kröfðust þau þess að alþjóðalögreglan Interpol aðstoðaði við að framfylgja skipuninni.
Íran Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38 Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38
Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41
34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01
Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45