Gerðu húsleit á heimili hjóna sem miðuðu byssum á mótmælendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 23:15 Mark og Patricia McCloskey taka á móti mótmælendum fyrir utan heimili þeirra í St. Louis þann 28. júní síðastliðinn. Vísir/AP Lögregla í borginni St. Louis í Missouri gerði í gærkvöldi húsleit á heimili hjóna sem brugðu byssum á mótmælendur í júní. Myndbönd af atvikinu vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum. Lögreglumenn fóru inn á heimili hjónanna á föstudagskvöld og gerðu þar upptækan hálfsjálfvirkan riffil. Svo virðist sem þar sé um að ræða riffilinn sem lögfræðingurinn Mark McCloskey hélt á er hann tók á móti mótmælendum í St. Louis þann 28. júní. Hópurinn var þá á leið að nærliggjandi heimili borgarstjóra St. Louis til að mótmæla ofbeldi lögreglu í garð svartra Bandaríkjamanna. Patricia McCloskey, eiginkona Marks og einnig lögfræðingur, miðaði skammbyssu sinni á mótmælendur. McCloskey-hjónin, sem bæði eru hvít, segjast hafa óttast um líf sitt umræddan dag og þess vegna hafi þau gripið til vopna. Í myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum sjást þau hrópa á mótmælendurna og segja þeim að yfirgefa svæðið. Nokkrir úr hópnum heyrast hrópa á móti að enginn ætli sér að gera þeim hjónum nokkurt mein. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá samskipti hjónanna við mótmælendur. Þar má einnig sjá Mark McCloskey lýsa því í viðtali að hann hafi óttast að mótmælendurnir myrtu þau hjónin „á örskotsstundu“. Þegar myndbönd af atvikinu hófu að vekja athygli á samfélagsmiðlum sagði Kimberly Gardner, aðalsaksóknari St. Louis-borgar, að málið yrði rannsakað. Hún kvaðst jafnframt uggandi yfir myndböndunum og sagði að kannað yrði hvort hjónin hefðu brotið á rétti borgara til friðsamlegra mótmæla. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Lögregla í borginni St. Louis í Missouri gerði í gærkvöldi húsleit á heimili hjóna sem brugðu byssum á mótmælendur í júní. Myndbönd af atvikinu vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum. Lögreglumenn fóru inn á heimili hjónanna á föstudagskvöld og gerðu þar upptækan hálfsjálfvirkan riffil. Svo virðist sem þar sé um að ræða riffilinn sem lögfræðingurinn Mark McCloskey hélt á er hann tók á móti mótmælendum í St. Louis þann 28. júní. Hópurinn var þá á leið að nærliggjandi heimili borgarstjóra St. Louis til að mótmæla ofbeldi lögreglu í garð svartra Bandaríkjamanna. Patricia McCloskey, eiginkona Marks og einnig lögfræðingur, miðaði skammbyssu sinni á mótmælendur. McCloskey-hjónin, sem bæði eru hvít, segjast hafa óttast um líf sitt umræddan dag og þess vegna hafi þau gripið til vopna. Í myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum sjást þau hrópa á mótmælendurna og segja þeim að yfirgefa svæðið. Nokkrir úr hópnum heyrast hrópa á móti að enginn ætli sér að gera þeim hjónum nokkurt mein. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá samskipti hjónanna við mótmælendur. Þar má einnig sjá Mark McCloskey lýsa því í viðtali að hann hafi óttast að mótmælendurnir myrtu þau hjónin „á örskotsstundu“. Þegar myndbönd af atvikinu hófu að vekja athygli á samfélagsmiðlum sagði Kimberly Gardner, aðalsaksóknari St. Louis-borgar, að málið yrði rannsakað. Hún kvaðst jafnframt uggandi yfir myndböndunum og sagði að kannað yrði hvort hjónin hefðu brotið á rétti borgara til friðsamlegra mótmæla.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30
„Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27