Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 23:42 Trump bar dökkbláa grímu. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump sést opinberlega með andlitsgrímu síðan kórónuveirufaraldurinn hófst í Bandaríkjunum en forsetinn hefur hingað til þráast við að bera grímu á almannafæri. Trump hitti særða hermenn og framvarðarsveit heilbrigðisstarfsfólks á Walter Reed-hersjúkrahúsinu í Maryland í dag. Áður en Trump hélt af stað í heimsóknina tjáði hann blaðamönnum að æskilegt væri að bera grímu þegar fundað væri með hermönnum sem „í sumum tilvikum eru nýkomnir af skurðarborðinu“. Gríma fyrir vitunum í slíkum tilvikum væri raunar „frábær hlutur“. Ljósmyndarar smelltu myndum af forsetanum er hann gekk eftir gangi herspítalans. Hann ræddi ekki við fréttamenn heldur sagði aðeins „takk fyrir“, með bláa grímu merkta forsetaembættinu. Líkt og áður segir hefur Trump hingað til ekki fengist til að bera grímu á almannafæri. Forsetinn hefur lýst því yfir að það sé val hvers og eins, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum mælist til þess að allir beri andlitsgrímur. Stjórnvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa þannig skyldað íbúa til þess að vera með grímur á almannafæri til að hefta útbreiðslu veirunnar. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. 5. júlí 2020 09:16 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump sést opinberlega með andlitsgrímu síðan kórónuveirufaraldurinn hófst í Bandaríkjunum en forsetinn hefur hingað til þráast við að bera grímu á almannafæri. Trump hitti særða hermenn og framvarðarsveit heilbrigðisstarfsfólks á Walter Reed-hersjúkrahúsinu í Maryland í dag. Áður en Trump hélt af stað í heimsóknina tjáði hann blaðamönnum að æskilegt væri að bera grímu þegar fundað væri með hermönnum sem „í sumum tilvikum eru nýkomnir af skurðarborðinu“. Gríma fyrir vitunum í slíkum tilvikum væri raunar „frábær hlutur“. Ljósmyndarar smelltu myndum af forsetanum er hann gekk eftir gangi herspítalans. Hann ræddi ekki við fréttamenn heldur sagði aðeins „takk fyrir“, með bláa grímu merkta forsetaembættinu. Líkt og áður segir hefur Trump hingað til ekki fengist til að bera grímu á almannafæri. Forsetinn hefur lýst því yfir að það sé val hvers og eins, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum mælist til þess að allir beri andlitsgrímur. Stjórnvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa þannig skyldað íbúa til þess að vera með grímur á almannafæri til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. 5. júlí 2020 09:16 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31
Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. 5. júlí 2020 09:16