Óttast að tölfræði um faraldurinn verði notuð í pólitískum tilgangi eftir ný tilmæli til sjúkrahúsa Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2020 07:51 Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci, eins helsta smitvarnarsérfræðings ríkisstjórnarinnar, meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Vísir/Getty Sjúkrahús munu nú senda tölfræði um kórónuveirusjúklinga og ástand á sjúkrahúsum til stjórnvalda í stað þess að hún verði send beint til sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef CNN sem hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisráðuneyti landsins. New York Times greindi fyrst frá málinu þar sem sérfræðingar lýstu yfir áhyggjum af því að þetta myndi leiða til þess að gögnum yrði haldið frá almenningi eða þau notuð í pólitískum tilgangi. Með þessari ákvörðun mun heilbrigðisráðuneytið fá daglegar skýrslur um sjúklinga frá sjúkrahúsum, tölfræði um fjölda rúma og öndunarvéla sem eru ekki í notkun og aðrar upplýsingar sem gefa yfirsýn yfir alvarleika faraldursins vestanhafs. Mikið hefur gengið á innan Hvíta hússins undanfarna daga í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, sem virðist vera í stöðugum vexti í Bandaríkjunum. Hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og hafa hátt í 140 þúsund látist. Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Fauci, sem er einn helsti smitvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, hefur verið gagnrýndur harðlega af mörgum innan Hvíta hússins og sendu embættismenn fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika hans undir nafnleynd. Í leiðbeiningum sem sendar voru til sjúkrahúsa í Bandaríkjunum kemur skýrt fram að frá og með deginum í dag eigi sjúkrahús ekki að senda upplýsingar um Covid-19 til sóttvarnarstofnunarinnar, sem hefur hingað til fengið upplýsingar frá yfir 25 þúsund sjúkrahúsum landsins. Þess í stað verða þær sendar í gagnagrunn sem er ekki aðgengilegur almenningi, sem er talið geta haft neikvæð áhrif á þá störf heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem nýta slíkar upplýsingar til rannsókna. Um það bil 3,5 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og líkt og áður sagði hafa tæplega 140 þúsund látist af völdum hennar. Mörg ríki hafa gripið til þeirra ráða að herða aðgerðir á ný eða fresta frekari afléttingum um óákveðinn tíma. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00 Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Sjúkrahús munu nú senda tölfræði um kórónuveirusjúklinga og ástand á sjúkrahúsum til stjórnvalda í stað þess að hún verði send beint til sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef CNN sem hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisráðuneyti landsins. New York Times greindi fyrst frá málinu þar sem sérfræðingar lýstu yfir áhyggjum af því að þetta myndi leiða til þess að gögnum yrði haldið frá almenningi eða þau notuð í pólitískum tilgangi. Með þessari ákvörðun mun heilbrigðisráðuneytið fá daglegar skýrslur um sjúklinga frá sjúkrahúsum, tölfræði um fjölda rúma og öndunarvéla sem eru ekki í notkun og aðrar upplýsingar sem gefa yfirsýn yfir alvarleika faraldursins vestanhafs. Mikið hefur gengið á innan Hvíta hússins undanfarna daga í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, sem virðist vera í stöðugum vexti í Bandaríkjunum. Hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og hafa hátt í 140 þúsund látist. Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Fauci, sem er einn helsti smitvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, hefur verið gagnrýndur harðlega af mörgum innan Hvíta hússins og sendu embættismenn fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika hans undir nafnleynd. Í leiðbeiningum sem sendar voru til sjúkrahúsa í Bandaríkjunum kemur skýrt fram að frá og með deginum í dag eigi sjúkrahús ekki að senda upplýsingar um Covid-19 til sóttvarnarstofnunarinnar, sem hefur hingað til fengið upplýsingar frá yfir 25 þúsund sjúkrahúsum landsins. Þess í stað verða þær sendar í gagnagrunn sem er ekki aðgengilegur almenningi, sem er talið geta haft neikvæð áhrif á þá störf heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem nýta slíkar upplýsingar til rannsókna. Um það bil 3,5 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og líkt og áður sagði hafa tæplega 140 þúsund látist af völdum hennar. Mörg ríki hafa gripið til þeirra ráða að herða aðgerðir á ný eða fresta frekari afléttingum um óákveðinn tíma.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00 Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00
Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50