Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Telma Tómasson skrifar 15. júlí 2020 13:27 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55