Hægt að hjálpa Jóni Arnóri að komast inn í EuroBasket-draumalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 09:00 Jón Arnór Stefánsson kvaddi eftir hundraðast landsleikinn sinn. Vísir/Bára Jón Arnór Stefánsson er einn af þeim sem koma til greina í fimm manna úrvalslið frá minni þjóðunum sem hafa komist í úrslitakeppni EM, EuroBasket, á 21. öldinni. Alþjóða Körfuknattleikssambandið, FIBA, er að velja draumalið fyrir úrslitakeppni EM á árinum 2000 til 2020 en í þetta umrædda lið eru aðeins gjaldgengir leikmenn frá litlu þjóðunum sem hafa komist alla leið í úrslitakeppnina. FIBA stendur fyrir kosningunni á heimasíðu sinni en sambandið hafði áður valið úrvalslið EuroBasket á þessari öld en tuttugu fyrstu ár hennar eru nú að baki. Can you build a championship 5 from these guys? #EuroBasket https://t.co/KehQ47NTdc pic.twitter.com/NFLi5dccpY— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) July 13, 2020 Ísland er ein af þessum minni þjóðum sem hafa sett mikinn svip á úrslitakeppni EM í körfubolta á síðustu tveimur áratugum. Íslenska landsliðið komst tvisvar á Eurobasket á þessum tíma, fyrst spilaði liðið í Berlín í Þýskalandi árið 2015 og svo í Helsinki í Finnlandi árið 2017. Sextán leikmenn eru tilnefndir og er Jón Arnór Stefánsson fulltrúi íslenska landsliðsins í þessari kosningu og ekki að ástæðulausu. Jón Arnór var algjör lykilmaður í báðum Eurobasket liðum Íslands. Jón Arnór var með 11,9 stig og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur úrslitakeppnum. Iceland qualified for next year s EuroBasket and will be among the underdogs!Read more: http://t.co/Q6cK1nRs6C pic.twitter.com/4pQpAJr7B9— FIBA (@FIBA) November 20, 2014 Íslendingar sem og aðrir fá möguleika á að velja sér sitt úrvalslið og geta því gefið Jóni Arnóri atkvæðið sitt. Jón Arnór er í baráttunni því samkvæmt síðustu tölum hafði hann fengið fimm prósent atkvæða og var í sjöunda sæti. Jón þarf þó mun fleiri atkvæði því hann er sex prósentustigum frá fimmta og síðasta sætinu inn í liðið. Það er hægt að kjósa með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er einn af þeim sem koma til greina í fimm manna úrvalslið frá minni þjóðunum sem hafa komist í úrslitakeppni EM, EuroBasket, á 21. öldinni. Alþjóða Körfuknattleikssambandið, FIBA, er að velja draumalið fyrir úrslitakeppni EM á árinum 2000 til 2020 en í þetta umrædda lið eru aðeins gjaldgengir leikmenn frá litlu þjóðunum sem hafa komist alla leið í úrslitakeppnina. FIBA stendur fyrir kosningunni á heimasíðu sinni en sambandið hafði áður valið úrvalslið EuroBasket á þessari öld en tuttugu fyrstu ár hennar eru nú að baki. Can you build a championship 5 from these guys? #EuroBasket https://t.co/KehQ47NTdc pic.twitter.com/NFLi5dccpY— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) July 13, 2020 Ísland er ein af þessum minni þjóðum sem hafa sett mikinn svip á úrslitakeppni EM í körfubolta á síðustu tveimur áratugum. Íslenska landsliðið komst tvisvar á Eurobasket á þessum tíma, fyrst spilaði liðið í Berlín í Þýskalandi árið 2015 og svo í Helsinki í Finnlandi árið 2017. Sextán leikmenn eru tilnefndir og er Jón Arnór Stefánsson fulltrúi íslenska landsliðsins í þessari kosningu og ekki að ástæðulausu. Jón Arnór var algjör lykilmaður í báðum Eurobasket liðum Íslands. Jón Arnór var með 11,9 stig og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur úrslitakeppnum. Iceland qualified for next year s EuroBasket and will be among the underdogs!Read more: http://t.co/Q6cK1nRs6C pic.twitter.com/4pQpAJr7B9— FIBA (@FIBA) November 20, 2014 Íslendingar sem og aðrir fá möguleika á að velja sér sitt úrvalslið og geta því gefið Jóni Arnóri atkvæðið sitt. Jón Arnór er í baráttunni því samkvæmt síðustu tölum hafði hann fengið fimm prósent atkvæða og var í sjöunda sæti. Jón þarf þó mun fleiri atkvæði því hann er sex prósentustigum frá fimmta og síðasta sætinu inn í liðið. Það er hægt að kjósa með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira